Rúnar Alex væri til í að fá skýrari svör um hvort hann er númer tvö eða þrjú Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 11:30 Rúnar Alex Rúnarsson veit ekki hvort hann er varamarkvörður eða varavaramarkvörður. vísri/vilhelm Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn af þremur markvörðum í íslenska landsliðshópnum á HM 2018, væri til í að fá skýrari svör frá þjálfarateyminu um stöðu sína og Frederik Schrams í goggunarröðinni á eftir Hannesi Þór Halldórssyni. Rúnar var hinn léttasti þegar að hann spjallaði við fjölmiðla fyrir æfingu liðsins í dag en nú var komið að leikmönnum með númerin 9-15. Þannig er þetta sett upp fyrstu dagana. „Þetta er búið að vera alveg geggjað. Það var tekið rosalega vel á móti okkur og veðrið er alveg frábært. Það er kannski aðeins of heitt en þá er betra að hafa það aðeins of heitt en of kalt,“ segir Rúnar Alex.Hannes fór aðeins yfir málin með markvörðunum og nú er lífið betra.vísri/vilhelmHannes Þór Halldórsson sagði í gær frá fundi sem hann hélt með markvarðateyminu aðeins til að létta á hlutunum en hann var ekki búinn að vera nógu sáttur við æfingarnar undanfarið. Talaði hann um að menn væru þungir og þrúgaðir. „Ég upplifði þetta ekki sem þyngsli eða neitt svoleiðis. Það er búið að dramatísera þetta smá. Ég get samt alveg viðurkennt að við vorum voðalega rólegir og ekki að öskra hvorn annan áfram. Það var líka lítið spjall í gangi,“ segir Rúnar. „Stemningin myndast svolítið í kringum hvernig reynslumestu mennirnir haga sér sem í þessu tilviki eru Gummi [Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari Íslands] og Hannes. Við [Frederik] reynum bara svolítið að herma eftir því sem að þeir gera vegna þess að við erum ungir og erum að kynnast því hvernig þetta virkar.“ „Kannski var meiri stemning áður en þetta var eitthvað sem að Hannesi fannst við þurfa að laga og við gerðum það. Ég get alveg sagt það núna að það er miklu skemmtilegra á æfingum núna þegar að menn eru að öskra hvorn annan áfram. Það voru engin þyngsli eða stress fannst mér,“ segir Rúnar.Rúnar Alex aðstoðar hér Frederik Schram á markvarðaæfingu í gær.vísir/vilhelmMargir hafa talið Rúnar vera orðinn klár annar kostur á eftir Hannesi í markið en svo, allt í einu, byrjaði Frederik Schram næst síðasta leikinn fyrir HM sem tapaðist á móti Noregi. Hannes stóð svo vaktina í generalprufunni á móti Gan.a Í raun veit enginn hvað Heimir og Guðmundur eru að hugsa með fyrsta varamann fyrir Hannes og þeir halda spilunum þétt að sér. Svo þétt að Rúnar sjálfur veit ekkert hvar hann stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé númer tvö eða þrjú. Ég væri alveg til í að fá skýrari svör. Þetta er erfið spurning og í raun skiptir kannski ekki öllu hver er númer tvö eða þrjú. Það sem skiptir máli er hver er að fara að spila en sama hvar ég er í röðinni undirbý ég mig eins fyrir hvern einasta leik. Það væri bara fínt upp á andlega hlutann að vera með einhver svör,“ segir Rúnar Alex Rúnarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00 Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00 Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00 Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sjá meira
HM í dag: Tómar fær aldrei nóg af uppáhaldinu hennar Klöru Þriðji þáttur HM í dag kominn í loftið. 12. júní 2018 09:00
Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum Ekki allir íbúar Kabardinka fara eftir fyrirmælum yfirvalda. 12. júní 2018 10:00
Albert lék lukkudýr og gaf leikmönnum KR jólakort Albert Guðmundsson gaf tveimur landsliðsmönnum árlega jólakort en er nú á HM á meðan þeir sitja heima. 12. júní 2018 08:00