Fótbolti

Stelast til að horfa á og mynda strákana á æfingum

Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar
Þessi glæsilegi maður og kona hans horfðu á æfingu strákanna í gær.
Þessi glæsilegi maður og kona hans horfðu á æfingu strákanna í gær. vísir/vilhelm
Sumir íbúa í húsunum í kringum æfingavöll íslenska landsliðsins í Kabardinka í Rússlandi eru ekki að fara eftir fyrirmælum yfirvalda hér í bæ og eru að stelast til að horfa á æfingarnar og mynda þær.

Lögreglan gekk í öll hús nálægt vellinum og útskýrði að það væri harðbannað að mynda æfinguna en margar íbúðir í kringum völlinn eru með frábært sjónarhorn yfir allan völlinn.

Heimir Hallgrímsson hefur eðlilega engan húmor fyrir því að myndbönd af taktískum æfingum liðsins og föstum leikatriðum verði mynduð því mótherjar íslenska liðsins myndu taka slíkum myndböndum fegins hendi.

Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn úr Vestmannaeyjum og meðlimur landsliðsnefndar, sagði í dag að íslenski hópurinn sá mann með myndavél úti á svölum í gær. Eflaust var hann bara að taka upp efni til varðveita minningu um strákana okkar en það er aldrei að vita.

Löggæslan er áfram mikil í kringum völlinn og ekki hægt með nokkru móti að komast inn á æfinguna nema vera með passa til þess.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á FacebookTwitter og Instagram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×