Fótbolti

Nýr þjálfari bíður Arnórs Ingva eftir HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason er með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi.
Arnór Ingvi Traustason er með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Vísir/Vilhelm
Sænsku meistararnir í Malmö hafa ráðið nýjan knattspyrnustjóra til starfa en Þjóðverjinn Uwe Rösler er tekinn við stjórnartaumunum hjá liðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er á mála hjá félaginu.

Malmö hefur valdið töluverðum vonbrigðum á tímabilinu til þessa en liðið er í 10.sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum frá toppnum.

Arnór Ingvi hefur skorað eitt mark í sjö leikjum á tímabilinu en hann gekk í raðir félagsins í lok síðasta árs.

Rösler gerði garðinn frægan með Man City á árum áður en þessi fimmtugi Þjóðverji stýrði síðast liði Fleetwood Town þar sem hann vann með Grétari Rafni Steinssyni, sem er tæknilegur ráðgjafi hjá enska C-deildarliðinu.

Áður stýrði Rösler Leeds, Wigan og Brentford í enska boltanum en hann þekkir til á Norðurlöndunum þar sem hann hóf sinn þjálfaraferil í Noregi en hann stýrði Lilleström, Viking og Molde þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×