Cantona vildi vita meira um litla ísmolann sem rústaði Englandi Tómas Þór Þórðarson í Kabardinka skrifar 12. júní 2018 19:30 Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Áhugi erlendra fjölmiðlamanna á íslenska liðinu hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og hann hefur ekki minnkað í aðdraganda HM. Einn þeirra sem leitaði að svörum við íslenska fótboltakraftaverkinu var sjálfur Eric Cantona. Hann kom hingað til lands í apríl að taka upp myndina The Kings Road sem fjallar meðal annars um íslenska landsliðið. Cantona var ekki bara heillaður af árangri strákanna okkar og almennt af uppbyggingu íslenska fótboltans. Hann hafði einnig mikinn áhuga á land og þjóð, sögu okkar, sigrum og sorgum. Allt þetta telur hann að sé þáttur í íslenska fótboltaævintýrinu. „Alveg síðan að ég varð vitni að því þegar að þessi litli ísmoli sem telur 350.000 íbúa rústaði Englandi á EM 2016 hef ég vijað komast að ástæðum þessarar íslensku uppsveiflu í fótboltanum. Sérstaklega núna þegar að liðið er komið á HM í Rússlandi. Cantona vildi kynnast íslensku þjóðinni frá hinum ýmsu vinklum og talaði því við Arnór Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson, meðlimi Tólfunnar, kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson, Jón Gnarr og á endanum forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannesson.Eric Cantona á spjalli við Jón Gnarr.„Við spiluðum á móti hvor öðrum á tíunda áratugnum,“ segir Canton við Arnór Guðjohnsen en þeir mættust í landsleik Íslands og Frakklands á Laugardalsvellinum í undankeppni EM 1992 „Það var fyrir 28 árum. Það virðist vera heil eilíf síðan. Ég man samt aðeins eftir leiknum. Þú skoraðir ef ég man rétt,“ segir Arnór. „Já, ég skoraði. Ég held að það hafi verið þarna,“ segir hann og bendir á markið nær Laugardalslauginni. Cantona hitti Jón Gnarr í Borgarleikhúsinu og fór reyndar um kvöldið á sýninguna Með allt á hreinu. Jón sagði honum frá upplifun sinni af leiknum á móti Englandi. „Það var algjörlega ótrúlegt þegar að við unnum England. Ég held að hver einasti landsmaður hafi verið að horfa á leikinn. Fólk sem lá á dánarbeðinu frestaði dauðanum í smástund til þess að geta séð leikinn,“ segir Jón Gnarr. Í byrjun myndarinnar segir Cantona að skiljanlegt sé að Íslendingar geti búið til svona ævintýri eins og afrek fótboltalandsliðsins. Hann spyr Guðna Th. Jóhannesson hvað sé málið með þessa álfatrú. „Ímyndaðu þér þessa eyju í gegnum aldirnar. Veturnir eru kaldir og dimmir og fólk bjó í litlum torfkofum. Þú heyrir hljóð og býrð til sögur og annan heim. Ég er ekki að segja að álfar eru til en ég vil passa mig þannig að ég segi ekki heldur að álfar séu ekki til,“ segir Guðni. Vísir fjallar frekar um myndina The Kings Road á morgun.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00 Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Frederik Schram: Ef þú ræður ekki við ábyrgðina hefurðu ekkert að gera sem markvörður Danski Íslendingurinn í marki landsliðsins segist koma sterkari til baka eftir mistökin á móti Noregi. 12. júní 2018 14:00
Víkingaklappið gert ódauðlegt sem „emoji“ Íslenska landsliðið er liðið sem flestir hlutlausir halda með á HM og hefur sagan um hið ótrúlega afrek Íslands að komast á HM orðið heimsfræg. Eitt það helsta sem hinn almenni fótboltaáhugamaður tengir við Ísland er víkingaklappið. 12. júní 2018 13:02