Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Heimir Már Pétursson skrifar 12. júní 2018 19:30 Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun. Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Þinghlé gæti dregist fram á morgundaginn Búist er við að þingfundur standi fram á kvöld og að jafnvel þurfi að funda á morgun til að afgreiða þau mál sem samkomulag er um að klára áður en þing fer í sumarhlé. Þingmenn Miðflokksins saka stjórnarflokkana um að svíkja loforð um afgreiðslu á frumvarpi um vexti og verðbætur. Samið hafði verið um að hver þingflokkur stjórnarandstöðunnar fengi eitt mál afgreitt fyrir þinglok. Frumvarpið sem Miðflokkur tefldi fram snýr að því að fjarlægða húsnæðisliðinn úr vísitölu neysluverðs. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði síðan fram frávísunartillögu á málið á Alþingi í dag sem fól í sér að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar til umfjöllunar. Þingmenn flokksins fóru ítrekað í ræðustól í dag og fóru fram á atkvæðagreiðslu um málið og sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins stjórnarflokkana um svik. „Frávísunartillaga er tillaga um að mál fái ekki afgreiðslu, sé ekki afgreitt. Svoleiðis að leggja fram slíka tillögu og koma í veg fyrir að málið fái eðlilega afgreiðslu í atkvæðagreiðslu felur í sér svik á því samkomulagi sem gert var,“ sagði Sigmundur Davíð.Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingisvísir/ernirÓli Björn Kárason formaður efnahags- og viðskiptanefndar sagði meirihluta nefndarinnar hafa afgreitt málið með rökstuddri frávísunartillögu hinn 8. júní. „Það tók Miðflokkinn semsagt fjóra daga, heila daga, að gera hér upphlaup í þingsal. Á þeim degi sem við töldum að væri lokadagur þings,“ sagði Óli Björn. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir gagnrýni Miðflokksins í löngum umræðum um fundarstjórn forseta sem töfðu þingstörf. Nokkrar atkvæðagreiðslur og umræður um persónuverndarfumvarp dómsmálaráðherra eru eftir og því er alls ekki ólíklegt að Alþingi þurfi einnig að koma til fundar á morgun.
Alþingi Tengdar fréttir Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23 Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12 Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. 12. júní 2018 15:23
Rifist á þingi um meint svik meirihlutans við Miðflokkinn Til stóð að afgreiða ein átta mál með atkvæðagreiðslu við upphaf þingfundar en þess í stað hófst 40 mínútna umræða um frávísunartillögu á mál þingflokks Miðflokksins um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu. 12. júní 2018 15:12
Bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum samþykkt Lögin hafa einnig það markmið að efla fræðslu og forvarnir, ásamt því að koma í veg fyrir ólögmætra markaðssetningu þeirra efna og lyfja sem um ræðir. 12. júní 2018 16:26