Innlent

Rafrettufrumvarpið samþykkt með 54 samhljóða atkvæðum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki eru allir veiparar sáttir við rafrettufrumvarpið sem nú er orðið að lögum.
Ekki eru allir veiparar sáttir við rafrettufrumvarpið sem nú er orðið að lögum. vísir/getty
Rafrettufrumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, var samþykkt á Alþingi núna skömmu eftir klukkan 15 í dag með 54 samhljóða atkvæðum. Voru níu þingmenn fjarstaddir atkvæðagreiðsluna.

Frumvarpið hefur verið umdeilt en þingheimur er nú að því er virðist sammála um ágæti þess. Frumvarpið setur ýmsar skorður á innflutning, sölu og dreifingu á rafrettum og efnum í þær og finnst mörgum of langt gengið með því.

Þannig hafa „veiparar,“ það er fólk sem notar rafrettur, fjölmennt í mótmæli við þinghúsið undanfarið til að láta í ljós skoðun sína á frumvarpinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×