Fótbolti

Björn: Raggi hefur mikinn áhuga á að læra eitthvað sem er erfitt

Henry Birgir Gunnarsson í Kabardinka skrifar
Björn Bergmann nýtur sín í Rússlandi.
Björn Bergmann nýtur sín í Rússlandi. vísir/vilhelm
Björn Bergmann Sigurðarson býr í Rússlandi þar sem hann spilar fyrir Rostov en hann viðurkennir að hann sé ekkert sérstaklega sleipur í rússneskunni.

„Ég er að reyna að læra rússnesku en er ekki kominn með kennara enn þá. Ég var svo stutt síðast og mikið að gera á tímabilinu. Ég nennti ekkert að fara í kennslu," sagði Skagamaðurinn heiðarlegur.

Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason spila með honum hjá Rostov og hann segist fá aðstoð frá þeim.

„Ég er mest að hlusta á Ragga og Sverri tala rússneskuna. Raggi er sérstaklega sleipur í þessu. Raggi er með allt á hreinu. Hann hefur svo mikinn áhuga á að læra eitthvað sem er erfitt," segir Björn en það gæti hafa örlað fyrir smá kaldhæðni í þessum orðum.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.


Tengdar fréttir

Kári: Alltaf í stöðunni að eitthvað lið kaupi mig

Kári Árnason spilar á HM og fer svo heim til Íslands til þess að spila í Pepsi-deildinni. Arnar Björnsson spurði hann að því hvort hann væri ekki spældur að hafa samið svona snemma við Víkinga því eitthvað gæti komið upp eftir HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×