Fótbolti

Knattspyrnusamband Íslands í sigurliðinu á þingi FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA.
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA. Vísir/Getty
Stærsta fréttin frá 68. þingi Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, var án efa niðurstaða kosningarinnar um hvar heimsmeistarakeppnin árið 2026 muni fara fram.

Þingið ákvað að 23. heimsmeistarakeppnin fari fram í þremur löndum en hnossið hlaut sameiginleg umsókn frá Mexíkó, Bandaríkjunum og Kanada. Marokkó tapaði þar með í fimmta sinn í baráttu sinni fyrir að fá að halda HM.





Knattspyrnusamband Ísland segir frá því á heimasíðu sinni í dag að sambandið hafi ákveðið að greiða sameinaðri umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada atkvæði sitt í kosningunni í morgun.

„Umsóknin fékk mjög góða umsögn frá FIFA og keppnin hefur, að áliti KSÍ, alla burði til þess að verða árangursrík á öllum þeim mælikvörðum sem stuðst var við í umsóknarferlinu,“ segir í fréttinni á heimasíðu KSÍ.





Knattspyrnusamband Ísland var líklega í minnihluta af þjóðum Evrópu en flestar þeirra gáfu Marokkó atkvæði sitt samkvæmt upplýsingum erlendra fjölmiðla. Norðurlöndin sameinuðust hinsvegar um að kjósa framboð Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada.

Umsókn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada fékk hinsvegar 134 atkævði gegn aðeins 65 atkvæðum og vann því yfirburðarsigur. Knattspyrnusamband Íslands var þar með í sigurliðinu á þingi FIFA.





 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×