Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2018 20:45 Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira