Erlent

Ekkert EES fyrir Bretland eftir Brexit

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brexit er enn sjóðandi heitt umræðuefni í Bretlandi.
Brexit er enn sjóðandi heitt umræðuefni í Bretlandi. Vísir/EPA
Tilraunir til þess að halda Bretlandi innan Evrópska efnahagssvæðiðsins eftir að ríkið yfirgefur Evrópusambandið hafa verið brotnar á bak aftur eftir að þingmenn kusu gegn tillögunni á breska þinginu í gær.

Lávarðadeild þingsins hafði sent tillögu þess efnis til neðri deildar þingsins og var kosið um hana á þinginu í gær.

327 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni en 126 þingmenn greiddu atkvæði með henni. Stór hópur þingmanna Verkamannaflokksins hunsaði tilmæli Jeremy Corbym, formanns flokksins, um að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna en 75 þingmenn flokksins kusu með tillögunni, 15 á móti.

Undanfarna mánuði hefur mikið verið rætt um hvernig sambandi Bretlands við ríki innan EES verður háttað eftir að ríkið verður ekki lengur hluti af ESB

Ein af þeim leiðum sem rætt hafði verið um að væri möguleg var sú að Bretland fengi áfram aðgang að EES, líkt og Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Nú er þó ljóst að sú leið verður ekki farin.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×