Mikilvægri aðgerð á þriggja ára stúlku ítrekað frestað vegna manneklu Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 18:15 Unnur Signý verður þriggja ára nú í október og bíður eftir sinni fjórðu aðgerð vegna klofins góms. Vísir Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt. Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira
Þriggja ára stúlka með klofinn góm hefur ítrekað lent í því að mikilvægum aðgerðum hefur verið frestað vegna plássleysis og manneklu á Barnaspítalanum. Rakel Pálsdóttir, móðir stúlkunnar, segir fjölskylduna hafa upplifað ítrekuð vonbrigði í veikindum dóttur sinnar og augljóst sé að það þurfi að bæta heilbrigðiskerfið. Unnur Signý, dóttir Rakelar, verður þriggja ára í október og bíður nú eftir sinni fjórðu aðgerð til að láta loka mjúka gómnum eftir að saumar héldust ekki nægilega eftir þá þriðju. Sú aðgerð var framkvæmd í nóvember á síðasta ári og eftir skoðun var ákveðið að stefna á næstu aðgerð í mars á þessu ári. Rakel ásamt Unni Signýju.Hefur þurft að fara í gegnum undirbúning til einskis Fjölskyldan fékk aðgerðardag þann 30. maí, en eftir að stúlkan fékk hita þurfti að fresta aðgerðinni samdægurs og aðgerðin áætluð í gær, þann 13. júní. Fjölskyldan hóf undirbúning fyrir aðgerðina eins og áætlað er með tilheyrandi sýklalyfjagjöf, en allt kom fyrir ekki. Vegna manneklu og plássleysis þurfti að fresta aðgerðinni á ný. „Þetta þarf allt að spila saman. Læknirinn þarf að vera laus, skurðstofa þarf að vera laus, það þarf að vera laust á barnaspítalanum og svo þarf Unnur að vera hress.“ Rakel segir stöðuna vera erfiða og mikil óvissa fylgi ástandinu á spítalanum. Fjölskyldan þurfi að vera viðbúin því að fá aðgerðardag, og því fylgi að taka frí frá vinnu og undirbúa stúlkuna: „Við getum ekkert planað fram í tímann því við eigum von á aðgerð og vonum að allt gangi upp. Svo er þetta rosalegur undirbúningur fyrir aðgerð. Unnur þarf að fara á sýklalyf fyrir aðgerð og ég hef ekki tölu á hversu mörg sýklalyf hún hefur fengið og mörg til einskis.“ segir Rakel.Unnur hefur þurft að fara í gegnum undirbúning fyrir aðgerð með tilheyrandi sýklalyfjagjöf til einskis. Móðirin segir undirbúninginn taka á, bæði fyrir stúlkuna og fjölskylduna.Óttast að ástandið hafi áhrif á börn sem þurfi þjónustu spítalans Rakel segir dóttur sína duglega og málþroski hennar sé á góðum stað. Það sé þó erfitt fyrir hana að tjá sig og óttast hún að það gæti haft varanleg áhrif ef hún þurfi að bíða lengi eftir aðgerðum. „Hún er óskýr í tali því það er loft að sleppa á milli því gómurinn er opinn. Þá verður hún stundum óskiljanleg og þetta er að valda henni áhyggjum sjálfri að geta ekki gert sig skiljanlega.“ Fjölskyldan segir starfsfólk spítalans hafa reynst þeim vel og þau geti lítið gert í ástandinu sem ríki á spítalanum, en breytinga sé vissulega þörf, sjúklinga og starfsfólksins vegna. Álagið sé mikið og til að mynda hafi deildarlæknir gleymt að hringja og upplýsa fjölskylduna um greiningu úr stroki, sem olli því að stúlkan fékk ekki sýklalyf á tiltækum tíma fyrir aðgerð. Rakel segir það vera forgangsmál að börn fái þá þjónustu sem þau þurfa og það liggi í augum uppi að það séu fleiri sem þurfi á þjónustu barnaspítalans að halda. „Hvað þá um hin börnin okkar sem eru virkilega veik?“ spyr Rakel að lokum og kallar eftir því að heilbrigðiskerfið verði bætt.
Heilbrigðismál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Sjá meira