Fótbolti

Þétt setinn bekkurinn á blaðamannafundi Íslands

Henry Birgir Gunnarsson í Moskvu skrifar
Það er heitt og frekar sveitt í herberginu.
Það er heitt og frekar sveitt í herberginu. vísir/vilhelm
Tæpum klukkutíma áður en blaðamannafundur íslenska liðsins á að hefjast í Moskvu er blaðamannafundarherbergið að fyllast.

Það eru um 20 myndavélar í enda herbergisins og menn byrjaðir að troðast í bestu sætin.

Fundurinn fer fram á ensku en hægt er að fá þýðingu í eyrað á rússnesku, spænsku og íslensku. Hvað annað? Við afþökkuðum slíkar græjur að þessu sinni.

Erlendir blaðamenn eru með víkingaklappið á heilanum. Vilja spyrja íslenska blaðamenn endalaust út í það og vilja síðan fá þá til þess taka smá sýnishorn. Enginn hefur orðið við slíkri beiðni enn sem komið er. Heimir og Aron verða líklega beðnir um að taka það líka.

Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×