Sýklalyf í Frú Ragnheiði draga úr álaginu á bráðamóttökuna Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. júní 2018 08:00 Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar, segir að nú þegar farið sé að veita skjóstæðingum sýklalyf sé hægt að draga úr komum fólks með fjölþættan vanda á bráðamóttökuna. Vísir/Ernir „Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við vorum í tvö ár að fá þetta í gegn og loksins tókst það,“ segir Svala Jóhannesdóttir, verkefnastjóri Frú Ragnheiðar. Um nokkurra ára skeið hefur fólk í fíknivanda getað leitað til Frú Ragnheiðar, sem er sérútbúinn bíll, til að nálgast hreinar sprautunálar og annað sem þarf til að draga úr líkum á smiti. Í bílnum hefur líka verið starfrækt hjúkrunaraðstoð. Nú er byrjað að gefa skjólstæðingum bílsins sýklalyf þeim að kostnaðarlausu og án þess að þeir þurfi að fara á sjúkrahús. Lyfis gefur sýklalyfin og þau eru geymd í einkareknu apóteki í Glæsibæ. Verkefnið er unnið í samstarfi við smitsjúkdómadeild Landspítalans og Jón Magnús Kristjánsson, yfirlækni á bráðamóttöku Landspítalans. Frú Ragnheiður er núna alltaf með lækna á bakvakt í sjálfboðavinnu. „Það hefur gengið mjög vel að manna það. Við erum með fimm lækna sem skipta þessu á milli sín. Fólkið sem kemur til okkar er ánægt með að þurfa ekki að fara inn á slysó eða inn á heilsugæsluna heldur getur það bara hringt í okkur,“ segir Svala. Fólkið á Frú Ragnheiði hittir þá skjólstæðinginn og metur aðstæður, mælir lífsmörk, tekur myndir og sendir síðan á lækninn og þaðan fer allt inn í sjúkraskrá. „Svo fer ég daginn eftir og sæki lyfin í apótekið og kem þeim á einstaklinginn. Við erum með sjö týpur af sýklalyfjum, en þetta eru mestmegnis húðsýkingar eftir stungu. Fólk er yfirleitt komið með mjög alvarlega sýkingar en stundum er þetta bara byrjun á sýkingu,“ segir Svala. Þjónustan skipti máli, til dæmis vegna þess að spítalinn hafi ekki tækifæri til að gefa þessum sömu skjólstæðingum lyfin þeim að kostnaðarlausu. Svala telur að með þessu sé verið að draga úr komum á bráðamóttökuna og jafnframt náist að grípa fyrr inn í vanda fólksins en ella. „Áður en vandamálið verður það stórt að þegar einstaklingurinn fer inn á bráðamóttökuna endi það með sýklalyfi í æð og svo innlögn. Þannig að við erum í raun sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið af því að við erum að grípa fyrr inn í og við erum mjög líklega að draga aðeins úr komum fólks með þennan vanda á bráðamóttökuna,“ segir Svala. Þá sé verið að liðsinna fólki með fjölþættan vanda sem á erfitt með að vera í fjölmenni og á þar af leiðandi erfitt með að nýta sér þjónustu í almenna heilbrigðiskerfinu.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira