Maradona brjálaður út í þjálfarann en hefur ekkert slæmt að segja um Ísland Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júní 2018 14:48 Maradona var brattur í upphafi leiks. Vísir/Getty Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Knattspyrnugoðsögnin Diego Armando Maradona er allt annað en sáttur með Jorge Sampaoli, þjálfara Argentínu, eftir jafnteflið gegn Íslandi í gær. Hann segir að haldi argentíska liðið áfram að spila eins og gegn Íslandi geti Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu. Maradona var staddur á leiknum í gær en hann er sérfræðingur á vegum sjónvarpsstöðva frá Ítalíu og Venesúela á meðan mótinu stendur. Argentískir fjölmiðlar hafa margir hverjir gert sér mat úr ummælum Maradona í sjónvarpi eftir leikinn þar sem segja má að hann hafi gagnrýnt þjálfarann harkalega. „Við gátum ekki leyst vandamálin sem Ísland færði okkur. Við erum að tala um Ísland, þjóð með 350-400 þúsund íbúa,“ sagði Maradona sem hafði ekkert slæmt að segja um Ísland. „Ísland spilaði eins og það spilaði og það þýðir ekkert að tala um það að þeir dekkuðu Messi með fjórum leikmönnum eða það að þeir leystu varnarleikinn vel. Vandamálið er að Argentína vissi ekki hvernig það átti að sækja á markið. Gleymum Íslandi og einbeitum okkur að Argentínu, sem gat ekki leyst úr leik Íslands,“ sagði Maradona.Strákarnir börðust eins og ljón í gær.Vísir/Vilhelm.Undirbúningur Sampaoli og argentínska liðsins hefur verið til umræðu eftir leikinn. Þjálfarinn tilkynnti um byrjunarlið sitt löngu fyrir leik, liðið æfði ekki á vellinum í aðdraganda leiksins og hitaði aðeins stuttlega upp fyrir leikinn sjálfan, í það minnst á vellinum sjálfum. Gagnrýndi Maradona Sampaoli harðlega fyrir skort á undirbúningi gegn íslenska liðinu. „Ef Argentína spilar svona þá getur Sampaoli ekki komið heim til Argentínu. Það er skömm að hafa ekki undirbúið liðið betur vitandi það til dæmis að íslenska liðið er 1.90 sentimetrar að hæð að meðaltali en samt settum við öll hornin inn í teig í staðin fyrir að taka þau stutt,“ sagði Maradona.Stendur í ströngu Goðsögnin hefur reyndar staðið í ströngu eftir leikinn en hann hefur verið sakaður um kynþáttafordóma á leiknum. Er hann sagður hafa gert sig skáeygðan eftir að suður-kóreskir stuðningsmenn kölluðu til hans á leiknum í Moskvu í gær. Maradona þvertekur fyrir að slíkt hafi átt sér stað og segir aðeins hafa verið að heilsa hópnum. Þá hefur Maradona beðist afsökunar á því að hafa reykt vindil á leiknum en slíkt er stranglega bannað samkvæmt reglum FIFA.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
„Snillingurinn“ sem þjálfar Argentínu kom þjálfarateyminu ekkert á óvart Yfirnjósnari íslenska fótboltalandsliðsins var hissa að sjá landsliðsþjálfara Argentínu birta byrjunarliðið degi fyrir leik. 17. júní 2018 13:00
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30