Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:37 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00