Mikil áskorun fyrir íslenska markverði Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 20. júní 2018 13:30 Markvarðaþjálfun skilar eðlilega betri árangri. vísr/vilhelm Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, hefur staðið í ströngu hér í Rússlandi. Einn markvarðanna þriggja í hópnum, Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að ganga frá fjögurra ára samningi við franska liðið Dijon. Guðmundur er sannfærður um að Hannes Þór Halldórsson og Fredrik Schram skipti einnig um lið. „Ég vil fá Hannes í svipaðan stærðarflokk, hann skilið að vera í einhverju af stærstu félögum í Englandi, Þýskalandi eða Frakklandi. Markvarsla snýst um stöðugleika og það er nokkuð sem Hannes er búinn að sýna. Það hefur Rúnar sýnt ungur og flottur leikmaður. Mér finnst það gjeggað fyrir þennan 23 ára gamla strák að fara í frönsku úrvalsdeildina. Það segir allt sem segja þarf“. Hvað með Fredrik Schram, þarf hann ekki að fara í stærri deild? „Hann er frábær markvörður og á án efa eftir að ná jafn langt og Rúnar og Hannes. Ég er ánægðastur þegar markverðirnir mínir fá að spila en auðvitað vill maður að þeir spili í sterkustu deildunum. Ég held að hann lendi þar líka. Það gæti orðið á þessu ári því ég veit að það eru lið að fylgjast með honum“. Hvað með aðra yngri markverði? „Fyrir stuttu skrifaði Patrik Gunnarsson undir samning við enska liðið Brentford, strákur sem er fæddur árið 2000. Hann er frábær markvörður og mjög efnilegur. Við erum líka með ungan og efnilegan strák hjá Reading. Við erum á allt öðrum stað með markverðina okkar núna en fyrir 6 árum. Ástæðan fyrir því að mörg lið eru með markmannsþjálfara í yngri flokkunum,“ segir Guðmundur. „Í leyfiskerfi KSÍ og UEFA segir skýrt að liðin verði að vera með markmannsþjálfara og þetta er lykillinn. Ég er ánægður að sjá að markverðirnir okkar eru að blómstra. Þetta er mikil áskorun fyrir unga markmenn heima. Hannes Halldórsson er auðvitað gott dæmi um það. Hans ferill hófst ekki fyrr en hann var 22 eða 23. ára gamall. Síðan er hann búinn að vera á uppleið og það sýnir að það er aldrei of seint að leggja markmannsstarfið fyrir sig. Ég skora á félögin að sinna þessum þætti mjög vel,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Guðmundur Hreiðarsson, markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, hefur staðið í ströngu hér í Rússlandi. Einn markvarðanna þriggja í hópnum, Rúnar Alex Rúnarsson er búinn að ganga frá fjögurra ára samningi við franska liðið Dijon. Guðmundur er sannfærður um að Hannes Þór Halldórsson og Fredrik Schram skipti einnig um lið. „Ég vil fá Hannes í svipaðan stærðarflokk, hann skilið að vera í einhverju af stærstu félögum í Englandi, Þýskalandi eða Frakklandi. Markvarsla snýst um stöðugleika og það er nokkuð sem Hannes er búinn að sýna. Það hefur Rúnar sýnt ungur og flottur leikmaður. Mér finnst það gjeggað fyrir þennan 23 ára gamla strák að fara í frönsku úrvalsdeildina. Það segir allt sem segja þarf“. Hvað með Fredrik Schram, þarf hann ekki að fara í stærri deild? „Hann er frábær markvörður og á án efa eftir að ná jafn langt og Rúnar og Hannes. Ég er ánægðastur þegar markverðirnir mínir fá að spila en auðvitað vill maður að þeir spili í sterkustu deildunum. Ég held að hann lendi þar líka. Það gæti orðið á þessu ári því ég veit að það eru lið að fylgjast með honum“. Hvað með aðra yngri markverði? „Fyrir stuttu skrifaði Patrik Gunnarsson undir samning við enska liðið Brentford, strákur sem er fæddur árið 2000. Hann er frábær markvörður og mjög efnilegur. Við erum líka með ungan og efnilegan strák hjá Reading. Við erum á allt öðrum stað með markverðina okkar núna en fyrir 6 árum. Ástæðan fyrir því að mörg lið eru með markmannsþjálfara í yngri flokkunum,“ segir Guðmundur. „Í leyfiskerfi KSÍ og UEFA segir skýrt að liðin verði að vera með markmannsþjálfara og þetta er lykillinn. Ég er ánægður að sjá að markverðirnir okkar eru að blómstra. Þetta er mikil áskorun fyrir unga markmenn heima. Hannes Halldórsson er auðvitað gott dæmi um það. Hans ferill hófst ekki fyrr en hann var 22 eða 23. ára gamall. Síðan er hann búinn að vera á uppleið og það sýnir að það er aldrei of seint að leggja markmannsstarfið fyrir sig. Ég skora á félögin að sinna þessum þætti mjög vel,“ segir Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30 Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Íslensku markverðirnir æfa með gleraugu sem skerða sjónina | Myndband Sjáðu skemmtilega markvarðaæfingu íslenska landsliðsins. 20. júní 2018 10:30
Fær enga sérmeðferð þrátt fyrir hetjudáðina og var fljótt kippt niður á jörðina Hörður Björgvin Magnússon stjanar þó við Hannes og hefur gert lengi. 20. júní 2018 09:30