Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 10:46 Guðni Th. Jóhannesson forseti tekur við bókinni úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Hörpu. Danska konungshöllin/Henning Bagger Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag. Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag.
Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13