Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 10:46 Guðni Th. Jóhannesson forseti tekur við bókinni úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Hörpu. Danska konungshöllin/Henning Bagger Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag. Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag.
Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13