Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 19:00 Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar. Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana sem óskaði landsmönnum til hamingju með daginn eftir blaðamannafund í Ráðherrabústaðnum í dag. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með fullveldi í 100 ár. Ísland er ótrúlegt land. Ég gleðst og dáist að landinu í hvert skipti sem ég kem hingað. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar hafa náð sér vel á strik eftir fjármálakrísuna. Íslendingar og Danir geta verið stoltir yfir hvernig þeir afgreiddu málin fyrir hundrað árum. Við höfum varðveitt vinskap milli þjóðanna og mér finnst ég vera heima þegar ég er í Reykjavík, sagði Lars Løkke Rasmussen. Og Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar sem við hittum á sýningunni Lífsblómið fullveldi Íslands í 100 ár á Listasafni Íslands. „Hér er afburðafalleg sýning og hér verður opið hús á morgun eins og í fjölmörgum menningarstofnunum um land allt. Svo eru fjöldamargir viðburðir um land allt á morgun. Á Þingvöllum verður ný sýning, það eru tónleikar í Skálholti, á Akureyri verður fullveldiskantata frumflutt, á Í Menntaskóla Egilsstaða verður dagskrá sem nefnist Austfirskt fullveldi-sjálfbært fullveldi og í Grunnskólanum í Stykkishólmi verður fullveldishátíð svo fátt eitt sé nefnt. Ríkistjórnin býður þjóðinni veislu í tali og tónum í Hörpu sem nefnist Íslendingasögur. Og í Perlunni verður opnað nýtt Stjörnuver þar sem hægt verður að njóta himinhvolfsins á einstæðan hátt. Mig langar að benda sérstaklega á að hægt er að nálgast alla dagskrána á fullveldi1918.is,“ segir Ragnheiður að lokum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana sem óskaði landsmönnum til hamingju með daginn eftir blaðamannafund í Ráðherrabústaðnum í dag. „Ég vil byrja á að óska ykkur til hamingju með fullveldi í 100 ár. Ísland er ótrúlegt land. Ég gleðst og dáist að landinu í hvert skipti sem ég kem hingað. Það er ótrúlegt hvað Íslendingar hafa náð sér vel á strik eftir fjármálakrísuna. Íslendingar og Danir geta verið stoltir yfir hvernig þeir afgreiddu málin fyrir hundrað árum. Við höfum varðveitt vinskap milli þjóðanna og mér finnst ég vera heima þegar ég er í Reykjavík, sagði Lars Løkke Rasmussen. Og Íslendingar ætla svo sannarlega að gera sér glaðan dag á morgun að sögn Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur framkvæmdastjóra fullveldishátíðarinnar sem við hittum á sýningunni Lífsblómið fullveldi Íslands í 100 ár á Listasafni Íslands. „Hér er afburðafalleg sýning og hér verður opið hús á morgun eins og í fjölmörgum menningarstofnunum um land allt. Svo eru fjöldamargir viðburðir um land allt á morgun. Á Þingvöllum verður ný sýning, það eru tónleikar í Skálholti, á Akureyri verður fullveldiskantata frumflutt, á Í Menntaskóla Egilsstaða verður dagskrá sem nefnist Austfirskt fullveldi-sjálfbært fullveldi og í Grunnskólanum í Stykkishólmi verður fullveldishátíð svo fátt eitt sé nefnt. Ríkistjórnin býður þjóðinni veislu í tali og tónum í Hörpu sem nefnist Íslendingasögur. Og í Perlunni verður opnað nýtt Stjörnuver þar sem hægt verður að njóta himinhvolfsins á einstæðan hátt. Mig langar að benda sérstaklega á að hægt er að nálgast alla dagskrána á fullveldi1918.is,“ segir Ragnheiður að lokum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira