Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2018 16:45 Hörður Björgvin í leik með Bristol. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov. Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov.
Fótbolti Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Sjá meira