Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2018 16:45 Hörður Björgvin í leik með Bristol. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov. Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov.
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Sjá meira