Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. júní 2018 18:45 Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16