Aukið viðbragð á Þingvöllum hrein viðbót á Suðurlandi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 1. júní 2018 18:45 Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir. Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Sautján prósent aukning hefur orðið í sjúkraflutningum á Suðurlandi það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Viðbragð á einum fjölsóttasta ferðamannastað landsins verður aukið með staðarvakt fram á haust og er það hrein viðbót við það viðbragð sem fyrir er á Suðurlandi.Samningur um þjónustuna var undirritaður í dag. Á bilinu þrjú til fimm þúsund manns heimsækja þjóðgarðinn á Þingvöllum á hverjum einasta degi. Nú verður öryggi gesta Þjóðgarðsins aukið með viðveru sjúkraflutningamanns á sérútbúnum bíl. Um er að ræða tilraunaverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Þjóðgarðsvörður segir sú aukning ferðamanna sem orðið hafi um svæðið á síðustu árum hafi kallað á aukna þjónustu. „Höfum svo sem ekki farið varhluta af því hér í Þjóðgarðinum að þurfa standa frammi fyrir alvarlegum slysum eða örðum óhöppum, þó þau séu kannski ekki alltaf alvarleg,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.Vísir/Einar ÁrnasonBíllinn sem verður til staðar er vel útbúinn tækjum til sérhæfðra aðgerða en aðstoð yrði alltaf kölluð til ef flytja þarf sjúkling. Þá munu sjúkraflutningamenn þjálfa þjóðgarðsverði í skyndihjálp. Kostnaður við verkefnið deilist á milli Þjóðgarðsins og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. „Við innheimtum hér þjónustugjöld og gjöld af gestum, bæði í Silfru og á bílastæðinu og við sjáum þetta sem lið í því að bæta þjónustu,“ segir Einar.Gríðarlegt álag hefur verið á viðbragðsaðilum á Suðurlandi frá áramótum vegna ýmissa útkalla. Í gær urðu tvö alvarleg slys á svæðinu, annað við Gullfoss þegar ferðamaður féll af stalli og fékk þungt höfuðhögg, og hitt þegar skófla af gröfu rakst í 12 ára dreng á sveitabæ í uppsveitum Rangárvallasýslu. Bæði voru flutt á Landspítalann Fossvogi með þyrlu og er líðan þeirra eftir atvikum. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir að ekkert mæli á móti því að utanspítalaþjónusta sem þessi verði á fleiri stöðum á landinu til að fylla í þau göt sem eru á milli þéttbýliskjarna. „Eins og segir í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2023 að þá er markmiðið að viðbragðstími í F1 og F2 forgangsútköllum sé undir tuttugu mínútum árið 2023,“ segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi. Hjá heilbrigðisráðherra er til skoðunar að setja sérstaka sjúkraþyrlu á Suðurland og segir Styrmir að þessi þjónusta sem nú verður í boði fram á haust í Þjóðgarðinum sé hluti af því viðbragðskerfi sem reynt sé að byggja upp. „Að bæta þjónustuna hvar sem er í umdæminu og þetta ýtir bara undir þá hugmynd að sérhæfð sjúkraþyrla á Suðurlandi geti verið hluti af þessari þjónustu,“ segir Styrmir.
Tengdar fréttir Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. 1. júní 2018 13:16