Innlent

Bæta viðbragð neyðaraðstoðar á Þingvöllum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum.
HSU hefur staðsett sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Í hádeginu var undirritaður samningur um bætt viðbragð neyðaraðstoðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Verkefnið felur í sér að HSU staðsetur sérútbúinn viðbragðsbíl ásamt sjúkraflutningamanni á dagvakt í þjóðgarðinum.

„Sjúkraflutningamaður mun sinna útköllum innan þjóðgarðsins er varða öryggis- og viðbragðsmál, þar á meðal útköll vegna slysa, sjúkdóma eða önnur atvik sem koma geta upp í þjóðgarðinum. Viðvera þjónustunnar miðast við dagvakt alla daga en sá tími er fjölfarnasti tími ferðamanna á Þingvöllum,“ segir í tilkynningu um samninginn.

Frá undirritun samningsins í hádeginu.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
„Fyrir utan að sinna neyðaraðstoð þegar hennar er þörf verður einnig aukin kennsla til starfsmanna þjóðgarðsins í skyndihjálp. Að auki mun HSU koma að gerð öryggis og viðbragðsáætlun fyrir þjóðgarðinn í samstarfi við Almannavarnardeild lögreglunnar og Lögreglustjórann á Suðurlandi.”

Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Samningurinn er hugsaður til framtíðar en er gerður til reynslu fyrir sumarið 2018. Gildir hann því frá 1. júní 2018 til 1. október 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×