Fótbolti

Mourinho segir framtíð sína hjá United: Ekki nógu þreyttur til að taka við landsliði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
José Mourinho.
José Mourinho. vísir/getty
Jose Mourinho er einn af færsælli knattspyrnustjórum þessarar aldar. Hann er þó ekki þekktur fyrir það að stoppa lengi á einum stað og hefur ekki verið lengur en þrjú ár hjá sama liði á sínum þjálfaraferli. Hann hefur sitt þriðja tímabil við stjórn Manchester United í haust.

Mourinho er samningsbundinn United til 2020 og er möguleiki á framlenginu til eins árs á þeim samningi. Í viðtali við GQ á dögunum sagði Mourinho að hann væri einbeittur á framtíð sína hjá United.

„Ég er mjög stoltur af því að vera stjóri Manchester United. Ég er mjög glaður með það að eigendurninr og Ed Woodward hafa trú á mér og telja mig rétta manninn í þessa stöðu um ókomna tíð,“ sagði Mourihno þegar hann framlengdi samning sinn við United.

Portúgalinn hefur áður látið hafa það eftir sér að hann vilji þjálfa landslið Portúgals þegar hann verður orðinn þreyttur. Hann sagði þann tíma ekki vera kominn.

„Nei, langt frá því. Ég er að færast lengra frá því að þreytast ef eitthvað er. Mín staða er sem stjóri félagslið, ég þarf að spila leiki í hverri viku,“ sagði Jose Mourinho.

Manchester United endaði tímabilið án titils eftir tap gegn Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og datt út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×