Ætla að fagna sæti Íslands í sextán liða úrslitum í gamalli sígarettuverksmðju Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2018 17:00 Gamla sígarettuverksmiðjan er nú hin fallegasti gastropub þar sem Íslendingar ætla að hittast eftir leikinn gegn Króatíu í Rostov. Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira
Óðum styttist í að landsliðið okkar hefji keppni á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Þótt óljóst sé hve margir stuðningsmenn Íslands mæta á leiki liðsins ytra má í það minnsta fullyrða að þeir verða í þúsundum talið. Af því tilefni ætlar ferðaskrifstofan Tripical í samstarfi við Tólfuna að slá upp Íslendingapartý eftir leiki liðsins ytra. Þar er lofað öryggisgæslu í háklassa þar sem Íslendingar geta skemmt sér saman. „Það verða partý í öllum borgunum. Íslensk þjóðhátíðarstemning og það verða góð verð á drykkjum,“ segir Tólfukempurnar Benjamín Hallbjörnsson og Sveinn Ásgeirsson. Neðst í fréttinni má finna upplýsingar um staðsetningu partýjanna þriggja en þau fara ýmist fram miðsvæðis í Moskvu (Uppselt), í sveitasal í Volgograd og í gamalli sígarettuverksmiðju í Rostov þegar sæti í sextán liða úrslitum HM verður vonandi í höfn.Fram hefur komið að Sendiráð Íslands í Moskvu efnir til viðburðar nálægt Rauða torginu í Moskvu fyrir Argentínuleikinn en Tólfan sér um stuðið eftir leiki.Frikki Dór og Jón Jónsson munu vafalítið gefa allt sem þeir eiga.vísir/stefánViðburður Tólfunnar og Tripical er nefndur „Risapartý“ og þar munu bræðurnir Frikki Dór og Jón Jónsson spila auk þess sem plötusnúðurinn Dóra Júlía mætir á svæðið. „Þetta er í takti við að sleppa því að hella í sig fyrir leik,“ segja þeir Benni og Svenni. Þeir minna á „draugasöguna“ um að ölvun ógildi miðann. Engin ástæða sé til að taka áhættu hvað það varði. „Mætum frekar snemma á leikinn, tökum þjóðsönginn, ég er kominn heim og stillum stúkurnar saman,“ segir Svenni. Það gefi leikmönnum byr undir báða vængi, að finna fyrir stuðningnum frá því þeir mæta sjálfir á leikvanginn, klæddir í jakkaföt og virða fyrir sér stóra sviðið. Svo verði sungið og trallað á leiknum en síðan geti allir skellt sér saman í partý.Birkir Bjarnason er örugglega velkomin í partýin en landsliðið flýgur aftur til Gelendzhik eftir leiki sína.Vísir/Vilhelm„Partýin verða á stórum skemmtistöðum fyrir svona 500-1000 manns. Það er búið að bóka staðina og þar verður aukin gæsla. Þarna kemst fólk í öryggi og allir Íslendingarnir geta djammað á einum stað,“ segja þeir félagar. Skemmtistaðirnir séu nálægt leikvöngunum í Volgograd og Rostov við Don. Í Moskvu sé skemmtistaðurinn nálægt Rauða torginu. „Tólfan ætlar að mæta beint eftir leik og skemmta sér með þeim sem koma. Þetta hentar okkur vel enda fljúga Tólfur heim í hádeginu daginn eftir leik.“ Styrmir Elí Ingólfsson sendi Vísi eftirfarandi upplýsingar um staðsetningu á partýjunum.Moskva: Zolotay Vobla (Golden Vobla) - veitingastaður og bar (rússneskur bar í rússneskum stíl)Metro Prospekt Mira, Protopopovskiy Lane, 3.Volgograd: Frant Hotel Palace - veislusalur (hálfgerður sveitasalur aðeins út fyrir kjarnann)Ulitsa Imeni Zemlyachki, 40, Volgograd, Volgogradskaya oblast', Russia, 400048 Rostov-On-Don: Bukovski - veitingastaður og bar (smíðaður í gamalli sígarettuverksmiðju)Gazetnyy Pereulok, 99, Rostov, Rostovskaya oblast', Russia, 344002 Nánari upplýsingar má finna á Facebook-viðburðunum fyrir partýin.Partý í MoskvuPartý í VolgogradPartý í Rostov við Don
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Sjá meira