Sextíu Tólfur bitust um boðsferð KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2018 12:01 Benjamín og Sveinn eru spenntir fyrir HM í Rússlandi. KSÍ „Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
„Það er eflaust einhver svekktur en hann segir ekkert. Þetta sýnir hvernig Tólfan er. Þetta er samstaða og fallegt apparat,“ segir Benjamín Hallbjörnsson, Benni bongó, um viðbrögð þeirra Tólfuliða sem ekki fengu boðsmiða frá KSÍ til Rússlands til að styðja við bakið á strákunum okkar ytra. Eins og fram hefur komið ákvað stjórn KSÍ að greiða fyrir tíu stuðningsmenn úr Tólfunni til að fara fyrir stuðningsmönnum Íslands á leikjunum ytra. Stuðningsmenn Íslands undir leiðsögn Tólfunnar vöktu athygli um allan heim í Frakklandi fyrir tveimur árum. Tólfuliðar fengu sjálfir það verkefni að finna út úr því hverjir fengu að fara. Úr varð að 29 Tólfur skipta miðunum 30 á milli sín.Tólfan á EM í Frakklandi.vísir/vilhelmVandað valið „Við erum með kjarnahóp og sögðum liðinu að senda okkur umsókn,“ segir Benni. Valið hafi verið útfrá reynslu, hverjir geti unnið saman, pössuðu saman í herbergi og gætu leyst verkefnin sem eru á dagskrá segir Benni í samtali við Vísi. Sveinn Ásgeirsson, annar forkálfur í teymi Tólfunnar, segir að í hverjum hópi þurfi að vera einn trommari. Sömuleiðis einn úr stjórninni til að sinna skipulagningu. Þá séu konur í hverjum hópi og þeir sem geta öskrað hátt.Og þeir sem eiga þetta skilið, hafa verið að aðstoða okkur við þetta í tíu eða ellefu ár. Benni og Svenni eru sammála um að valið hafi verið þrautinni þyngri.Ofurtrommarinn Joey Drummer, til vinstri, á góðri stund hjá Tólfunni.Þrír epískir hópar „Það er ógeðslega erfitt að segja nei. Við fengum um sextíu umsóknir frá okkar kjarnafólki en því miður komast aðeins 30 manns,“ segja þeir félagar. Joey drummer, ofurtrommari með meiru, verður sendur á tvo leiki en aðrir á einn leik. „Þetta voru erfiðir dagar að fara í gegnum þetta, og setja upp. En við trúum því að við séum að fara með þrjá epíska hópa sem munu skila sínu og gott betur,“ segir Benni. Með því að skipta miðunum svona á milli sín verða kjarnahópur á Íslandi á öðrum leikjum. „Þá verður einhver til staðar í Hljómsklálagarðinum,“ segir Benni en þar verða leikirnir sýndir á stórum skjá. „Það verður stuð fyrir alla.“Tólfuliðar voru í spjalli á X-inu í síðustu viku og fóru um víðan völl eins og heyra má hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59 Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45 KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Fleiri fréttir Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Sjá meira
Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands Framkvæmdastjóri KSÍ segir að formlegt samkomulag verði gert við Tólfuna um aðkomu hennar að HM í Rússlandi. 10. janúar 2018 12:59
Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn. 10. janúar 2018 19:45
KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram. 11. janúar 2018 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu