Fótbolti

Klara um stuðninginn við Tólfuna: Vinnuferð ekki skemmtiferð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stjórn KSÍ ákvað í gær að veita Tólfunni fjárstuðning til þess að halda stemningunni uppi í stúkunni í Rússlandi næsta sumar þar sem Ísland verður meðal liða á HM í fyrsta sinn.

„Það gera sér allir grein fyrir því hversu mikilvægur stuðningur Tólfunnar er, ekki bara Tólfunnar heldur allra áhorfenda, við liðið og til allra í stúkunni. Það var álít stjórnar KSÍ að þetta væri réttlætanlegur kostnaður,”

„Þetta er ekki opin tékki fyrir Tólfuna. Við eigum eftir að hitta Tólfuna og útfæra þetta betur. Þeir þurfa að undirgangast ákveðinn skilyrði af okkur, þetta er ekki skemmtiferð heldur vinnuferð fyrir Tólfuna.”

Sjá einnig:Tólfan fær tíu miða frá KSÍ á hvern leik Íslands

Næst barst talið að því hvort að önnur knattspyrnusambönd væru að greiða eitthvað til stuðningsmanna sambandanna.

„Svo ég þekki til eru öll knattspyrnusambönd í kringum okkur með formlega stuðningsmannaklúbba sem þeir greiða ákveðið gjald á ári. Við erum langt undir því og þá hefur stuðningur okkar verið minni en annara.”

Innslagið má sjá hér að ofan í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×