Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2018 21:00 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. Fulltrúar þeirra sem strikaðir voru út af kjörskrá hafa hins vegar kært kosningarnar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Árneshrepp halda áfram þrátt fyrir heitstrengingar fulltrúa andstæðra fylkinga í síðustu viku um að nú skyldu allir verða vinir og standa saman. Andstæðingar Hvalárvirkjunar, undir forystu Ólafs Valssonar, sem hlutu engan mann kjörinn í hreppsnefndina, hafa nú kært úrslit kosninganna. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins snýst kæran um þær ákvarðanir Þjóðskrár og hreppsnefndar sem leiddu til þess að sextán manns voru strikaðir út af kjörskrá.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, fékk flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Málið komst fyrst í fréttirnar fyrir mánuði þegar lögmenn Árneshrepps fullyrtu í minnisblaði að lögheimilisflutningarnir bæru það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Lögmannsstofan benti jafnframt á alvarleika málsins; að kosningaspjöll, með því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu, gætu varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Við spurðum oddvita Árneshrepps, Evu Sigurbjörnsdóttur, hvort þessir lögheimilisflutningar hafi verið tilraun til þess að ná völdum með ólögmætum hætti: „Hvað heldur þú?“ -Ég spyr þig. „Já, ég held það hljóti að vera.“ -En þarf þá ekki að fylgja því eftir með lögreglurannsókn og ákæru? „Það er ekki mitt að skera úr um það. Það voru ekki við í sveitarstjórn sem settu þetta fólk út af kjörskrá hér. Það var Þjóðskrá í Reykjavík, Þjóðskrá Íslands. Það er eina stofnunin, eini aðilinn, sem hefur leyfi til að gera slíkt. Og ég held að það hljóti að vera í höndunum á þeirri stofnun að ákveða hvað verði gert í framhaldinu,“ svarar Eva.Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Talsmaður Þjóðskrár, Ástríður Jóhannesdóttir, sagði hins vegar fyrir tveimur vikum á Stöð 2 að það væri ekki á þeirra sviði að vísa málinu til lögreglu. „Það er ekki okkar hlutverk að taka ákvörðun um það,“ sagði Ástríður. Samkvæmt lögum er það hlutverk ákæruvaldsins að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Þær upplýsingar fengust frá ríkissaksóknara í dag að málefni Árneshrepps væru ekki á borði embættisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. Fulltrúar þeirra sem strikaðir voru út af kjörskrá hafa hins vegar kært kosningarnar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Árneshrepp halda áfram þrátt fyrir heitstrengingar fulltrúa andstæðra fylkinga í síðustu viku um að nú skyldu allir verða vinir og standa saman. Andstæðingar Hvalárvirkjunar, undir forystu Ólafs Valssonar, sem hlutu engan mann kjörinn í hreppsnefndina, hafa nú kært úrslit kosninganna. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins snýst kæran um þær ákvarðanir Þjóðskrár og hreppsnefndar sem leiddu til þess að sextán manns voru strikaðir út af kjörskrá.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, fékk flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Málið komst fyrst í fréttirnar fyrir mánuði þegar lögmenn Árneshrepps fullyrtu í minnisblaði að lögheimilisflutningarnir bæru það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Lögmannsstofan benti jafnframt á alvarleika málsins; að kosningaspjöll, með því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu, gætu varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Við spurðum oddvita Árneshrepps, Evu Sigurbjörnsdóttur, hvort þessir lögheimilisflutningar hafi verið tilraun til þess að ná völdum með ólögmætum hætti: „Hvað heldur þú?“ -Ég spyr þig. „Já, ég held það hljóti að vera.“ -En þarf þá ekki að fylgja því eftir með lögreglurannsókn og ákæru? „Það er ekki mitt að skera úr um það. Það voru ekki við í sveitarstjórn sem settu þetta fólk út af kjörskrá hér. Það var Þjóðskrá í Reykjavík, Þjóðskrá Íslands. Það er eina stofnunin, eini aðilinn, sem hefur leyfi til að gera slíkt. Og ég held að það hljóti að vera í höndunum á þeirri stofnun að ákveða hvað verði gert í framhaldinu,“ svarar Eva.Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Talsmaður Þjóðskrár, Ástríður Jóhannesdóttir, sagði hins vegar fyrir tveimur vikum á Stöð 2 að það væri ekki á þeirra sviði að vísa málinu til lögreglu. „Það er ekki okkar hlutverk að taka ákvörðun um það,“ sagði Ástríður. Samkvæmt lögum er það hlutverk ákæruvaldsins að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Þær upplýsingar fengust frá ríkissaksóknara í dag að málefni Árneshrepps væru ekki á borði embættisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent