Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2018 20:30 Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Hrafn Jökulsson rithöfundur á flugvellinum á Gjögri í dag. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 af Ströndum. Blíðan sem mætti okkur á Gjögri í dag var eiginlega í hrópandi ósamræmi við þann pólitíska storm sem leikið hefur um Árneshrepp undanfarnar vikur. En mun öldur lægja í samfélaginu þar?Frá skólaslitum í Finnbogastaðaskóla í dag. Frá vinstri: Eva Sigurbjörnsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Grímsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal. Fremst fyrir miðju er nemandinn; Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 9 ára.Mynd/María Guðmundsdóttir.Eftir skólaslit í Finnbogastaðaskóla í dag birti Hrafn Jökulsson þessa ljósmynd en dóttir hans var eini nemandinn eftir áramót. Það vekur ekki síður athygli að á myndinni er saman fólk sem staðið hefur í harðvítugum deilum. „Auðvitað er sáttarhugur í okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Við erum bara gamlir vinir,“ segir Hrafn um leið og hann tekur utan um Evu. Og hún samsinnir. „Og við munum halda áfram að vera það. Við ætlum bara að vinna þessu sveitarfélagi til góða. Það er fyrst og fremst það sem við gerum,“ segir Eva. „Heyr, heyr,“ segir Hrafn. Þau segjast þó sammála um að vera ósammála um virkjunina. „Það er allt í lagi að vera ósammála um eitthvað. Það væri nú lítið fútt í þessu annars,” segir Hrafn. „Já, segðu,” segir Eva og hlær. Hrafn Jökulsson í Árneshreppi: Hvergi í veröldinni kann ég betur við mig en hér.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Strandamenn eru vanir því að nota stundum stór orð. En þeir eru líka vanir því að standa saman. Og í litlu samfélagi eins og Árneshreppi stendur ekkert annað til boða heldur en að standa saman. Þó að það sé ágreiningur um stór mál. Og við virðum skoðanir annarra, - hljótum að gera það. Og öll dýrin í skóginum halda áfram að vera vinir, ætla ég rétt að vona,“ segir Hrafn. „Við erum ekki neinn minnihluti og meirihluti núna. Við munum vera hreppsnefnd allra í sveitinni, ekki bara þeirra sem kusu okkur. Þannig að ég vil meina að það muni gróa um heilt, já. Og við munum ganga saman þessa vegferð, þó að hún geti verið erfið. Fólk hefur bara misjafnar skoðanir og það er ekkert við því að gera. Við munum bara öll finna bestu lausnirnar. Ég er alveg sannfærð um það,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir: Við munum ganga saman þessa vegferð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En er Hrafn sestur að til frambúðar? „Það vona ég. Við vitum náttúrlega ekki hvað verður um Finnbogastaðaskóla og hver framtíð byggðarinnar verður hér. Það er ögurstund í Árneshreppi. Og þessvegna væri svo gott ef fólk hugsaði um önnur úrræði heldur en þessa virkjun. Til dæmis hvernig er hægt að efla mannlífið hérna. En svo sannarlega vona ég að ég geti verið hér til frambúðar því að hvergi veröldinni kann ég betur við mig,“ svarar Hrafn Jökulsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sjá meira
Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 af Ströndum. Blíðan sem mætti okkur á Gjögri í dag var eiginlega í hrópandi ósamræmi við þann pólitíska storm sem leikið hefur um Árneshrepp undanfarnar vikur. En mun öldur lægja í samfélaginu þar?Frá skólaslitum í Finnbogastaðaskóla í dag. Frá vinstri: Eva Sigurbjörnsdóttir, Hrafn Jökulsson, Vigdís Grímsdóttir, Hrefna Þorvaldsdóttir, Elín Agla Briem, Bjarnheiður Júlía Fossdal. Fremst fyrir miðju er nemandinn; Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, 9 ára.Mynd/María Guðmundsdóttir.Eftir skólaslit í Finnbogastaðaskóla í dag birti Hrafn Jökulsson þessa ljósmynd en dóttir hans var eini nemandinn eftir áramót. Það vekur ekki síður athygli að á myndinni er saman fólk sem staðið hefur í harðvítugum deilum. „Auðvitað er sáttarhugur í okkur,“ segir Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. „Við erum bara gamlir vinir,“ segir Hrafn um leið og hann tekur utan um Evu. Og hún samsinnir. „Og við munum halda áfram að vera það. Við ætlum bara að vinna þessu sveitarfélagi til góða. Það er fyrst og fremst það sem við gerum,“ segir Eva. „Heyr, heyr,“ segir Hrafn. Þau segjast þó sammála um að vera ósammála um virkjunina. „Það er allt í lagi að vera ósammála um eitthvað. Það væri nú lítið fútt í þessu annars,” segir Hrafn. „Já, segðu,” segir Eva og hlær. Hrafn Jökulsson í Árneshreppi: Hvergi í veröldinni kann ég betur við mig en hér.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Strandamenn eru vanir því að nota stundum stór orð. En þeir eru líka vanir því að standa saman. Og í litlu samfélagi eins og Árneshreppi stendur ekkert annað til boða heldur en að standa saman. Þó að það sé ágreiningur um stór mál. Og við virðum skoðanir annarra, - hljótum að gera það. Og öll dýrin í skóginum halda áfram að vera vinir, ætla ég rétt að vona,“ segir Hrafn. „Við erum ekki neinn minnihluti og meirihluti núna. Við munum vera hreppsnefnd allra í sveitinni, ekki bara þeirra sem kusu okkur. Þannig að ég vil meina að það muni gróa um heilt, já. Og við munum ganga saman þessa vegferð, þó að hún geti verið erfið. Fólk hefur bara misjafnar skoðanir og það er ekkert við því að gera. Við munum bara öll finna bestu lausnirnar. Ég er alveg sannfærð um það,“ segir Eva.Eva Sigurbjörnsdóttir: Við munum ganga saman þessa vegferð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En er Hrafn sestur að til frambúðar? „Það vona ég. Við vitum náttúrlega ekki hvað verður um Finnbogastaðaskóla og hver framtíð byggðarinnar verður hér. Það er ögurstund í Árneshreppi. Og þessvegna væri svo gott ef fólk hugsaði um önnur úrræði heldur en þessa virkjun. Til dæmis hvernig er hægt að efla mannlífið hérna. En svo sannarlega vona ég að ég geti verið hér til frambúðar því að hvergi veröldinni kann ég betur við mig,“ svarar Hrafn Jökulsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16 Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Hrafn Jökulsson fær að hafa lögheimili sitt í Árneshreppi Þjóðskrá hefur orðið við þeirri kröfu Hrafns Jökulssonar að lögheimilisflutningur hans í Árneshrepp í lok apríl síðastliðnum standi. 24. maí 2018 11:16
Virkjunarsinnar rúlluðu upp kosningunni í Árneshreppi "Mér líst bara vel á þetta nema það er náttúrulega ekkert gaman að vera kominn í hreppsnefndina,“ segir Björn Torfason bóndi léttur. 26. maí 2018 20:23
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent