Bjartsýn á að þeim takist að mynda meirihluta Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. júní 2018 21:30 Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lauk klukkan fjögur í dag en verður haldið áfram á morgun. Oddvitarnir fjórir eru allir sammála um að vera komnir með málefnasamning vel fyrir fyrsta fund nýrrar borgarstjórnar, sem verður eftir fimmtán daga. Flokkarnir fjórir sem eiga í meirihlutaviðræðum í Reykjavík mættu til síns þriðja fundar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti klukkan níu í morgun en oddvitarnir eru allir bjartsýnir um að meirihlutamyndun takist. „Það gengur vel að fara yfir málin. Við förum yfir málaflokkanna hvern á fætur öðrum en höfum svo sem ekki verið að gefa upp hvern dag hvað við förum yfir hverju sinni,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Eitthvað virðist þó leka úr fundarherberginu því fjölmiðlar greindu frá því í dag að velferðarmálin hafi verið til umræðu fyrir hádegi og eftir hádegi ræddu fulltrúarnir þjónustu- og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin. „Þetta hefur sinn gang. Við erum að ræða um allt sem að við erum sammála,“ sagði Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, en hún segir þau ekki vera komin í ágreiningsmálin enn sem komið er. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, sagði ekkert mikið bera í milli flokkanna fjögurra. „Það hefur nú bara ekkert stórkostlegt komið upp á og svo mundi ég heldur ekkert segja þér það,“ sagði Þórdís, og brosti á eftir. Miðað við skilaboðin á hurð fundarherbergisins er ljóst að fulltrúarnir flokkanna vilja algjöran frið í viðræðunum, en á þeim stendur í hástöfum: “Ekki koma inn!”. „Við erum svona að fara yfir þetta og sjá hvar við erum samstíga og um hvað við getum sameinast, þannig að við byrjum kannski frá þeim enda. Við tökum svo kannski það sem ber á milli lok dags eða áður en við göngum endanlega frá samningnum,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata. Aðspurð hvort hún sjái fyrir sér að þessi meirihluti verði að veruleika segir Þórdís Lóa: „Ég hef fulla trú á því já, en auðvitað eru þetta samningaviðræður, en þegar við fórum af stað, þegar við vorum búin að kortleggja þetta landslag og allir oddvitar búnir að tala hvorn við annan, úr báðum vængjum, að þá vorum við alveg viss um það að þegar við værum af stað, þá færum við í þeirri trú að við myndum klára þetta. En samningaviðræður eru samningaviðræður og það er ekkert klárt fyrr en það er klárt. Það er bara þannig.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50