Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2018 14:50 Viðreisn ákvað á miðvikudagskvöld að ganga til formlegra viðræðna um myndun nýs meirihluta í borginni með fráfrandi meirihlutaflokkum, Samfylkingu, Pirötum og Vinstri grænum. Vísir/Vilhelm „Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“ Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
„Það hefur bara gengið mjög vel,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík um viðræður Samfylkingar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar um myndun meirihluta í borginni. Fyrir hádegi voru velferðarmálin á dagskrá og eftir hádegi ræða fulltrúar flokkanna þjónustu-og lýðræðismál og þá er ætlunin að gefa sér góðan tíma í að leggjast yfir menntamálin.Eruði farin að sjá í land?„Nei, ekki eins og er. Það er alveg nóg eftir. Við höldum áfram og gefum okkur allavega næstu daga í viðræður. Við klárum þetta ekki á morgun eða hinn. Í fyrsta lagi verður komin einhvers konar botn í þetta í kringum helgina og það er ekki endilega víst heldur. Við erum að reyna að vanda okkur og reynum því að flýta okkur ekki of mikið,“ segir Dóra Björt sem gaf sér tíma til þess að ræða við fréttamann í „frímínútunum“. Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. „Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“Dagur B. Eggertsson á leið inn í fundarherbergi sem reyna þessa dagana að ná saman um málefni til að mynda meirihluta í Reykjavík.Vísir/JÓI KDóra Björt segir að það sé mikill samhljómur á milli flokkanna en mismunandi þó eftir því hvaða flokkur á í hlut. „Ég myndi segja að skýrasta skörunin séu jafnréttismálin og umhverfismálin. Þau sameina þessa flokka.“ Hún segir að það sé samhljómur með Viðreisn og Pírötum í þjónustu-og lýðræðismálum og bætir við að sömuleiðis sé samhljómur með Pírötum og Samfylkingu og Vinstri grænum í velferðarmálum. Talsmenn flokkana hafa gefið það út að þeir vilji hafa fyrirkomulag viðræðna fjölskylduvænt. „Í dag erum við frá 9.00-16.00 og ég sé ekki fram á að það verði lengri dagar því gæðin geta takmarkast við þreytu fólks. Það er mikið í húfi og mikilvægt að allir séu í góðu stuði og á sömu blaðsíðu,“ segir Dóra Björt. Flokkarnir hafa í dag og á föstudag fundað í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þau hafa ekki rætt sín á milli hvar næsti fundarstaður verði. „Ég grínaðist svona með það áðan að við ættum kannski að halda þessum farandsirkúsi áfram um borgina en það er ekkert sem við höfum ákveðið.“
Tengdar fréttir Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Viðræður halda áfram í Reykjavík en erfið fæðing í Kópavogi Fulltrúar Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og VG ætla að hittast klukkan níu í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að halda viðræðum um meirihluta áfram. 4. júní 2018 06:00
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08