Grunaður um stórfellda líkamsárás með hjóli á göngustíg í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 5. júní 2018 14:58 Lögregla var kölluð til vegna málsins. Vísir/Vilhelm Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Karlmaður um tvítugt hefur verið úrskurðaður í mánaðarlangt gæsluvarðhald grunaður um að hafa barið vegfaranda með hjóli og haft af honum síma á göngustíg í Reykjavík í gær. Brotnaði vegfarandinn í andliti við árásina, var illa skorinn og marinn.Greint var fyrst frá gæsluvarðhaldinu á vef Ríkisútvarpsins en Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að árásin átti sér stað á göngustíg milli Engjateigs og Sigtúns um klukkan tvö í gærdag. Sá sem varð fyrir árásinni er á fertugsaldri en Guðmundur Páll segir hann hafa verið á gangi með hund sinn þegar árásarmaðurinn kom að honum á reiðhjóli. Árásarmaðurinn veittist að vegfarandanum með höggum og spörkum og barði hann síðan með reiðhjólinu.Göngustígur á milli Engjavegar og Sigtúns.ja.isHafði ræninginn síma mannsins með sér og gat því vegfarandinn ekki hringt eftir hjálp. Hann náði þó að gera fólki sem var nálægt viðvart sem hafði samband við lögreglu. Var ræninginn handtekinn í Lágmúla um það bil klukkustund síðar. Guðmundur Páll segir lögregluna telja ræningjann hafa verið í annarlegu ástandi en hann á nokkur brot að baki. Hann segir afstöðu árásarmannsins til brotsins ekki liggja fyrir, það er hvort hann neitar eða gengst við sök, en Guðmundur tekur fram að lögreglan hafi nokkuð sterkar sannanir gegn honum. Þar á meðal frásagnir vitna og þá staðreynd að árásarmaðurinn var með síma brotaþolans á sér þegar hann var handtekinn. Þá megi ætla að blóð hafi verið á árásarmanninum sem tilheyrir brotaþolanum.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira