„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:08 Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney. Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Mildari spá í kortunum Veður Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00