„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:08 Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney. Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00