„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:08 Lilja Rafney Magnúsdóttir er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Vísir/vilhelm Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney. Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. Þingflokksformenn funda nú um málið en formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa einnig fundað stíft í dag. Rætt var við þær Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformann Viðreisnar, og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, formann atvinnuveganefndar, í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði Lilja Rafney að hún vilji ná góðri sátt um málið núna við lok þingsins. Hanna Katrín sagði stöðu málsins enn óljósa. „Það er óhætt að segja að þessi mál hafa sett störf þingsins svolítið í uppnám. Skot úr launsátri hafa tilhneigingu til að gera það. En það hefur verið unnið hörðum höndum að því hér í þinginu í dag að leysa þessi mál. Veiðigjaldamálið sjálft hefur verið á dagskrá hjá formönnum flokka og formönnum þingflokka að einhverju leyti. Síðan þar til hliðar hafa formenn þingflokkanna fundað til að fara yfir önnur mikilvæg þingmál sem mega ekki sitja á hakanum þó að þetta hafi komið svona upp. Þannig að það er verið að reyna að vinna þessi mál en staðan er óljós akkúrat núna,“ sagði Hanna Katrín. Spurð hvort hægt væri að ná sátt um málið núna við þinglok sagði Lilja Rafney: „Já, við viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok. Þetta kom vissulega mjög seint inn og ekki skrýtið að stjórnarandstaðan vilji finna einhverja málsmeðferð á málinu sem allir geta sætt sig við og við erum að reyna að vinna að því núna. Við horfum auðvitað á þetta í heildarsamhengi við afgreiðslu annarra mála sem eru til afgreiðslu hér á þinginu og hvað er hægt að afgreiða á þeim dögum sem við höfum til stefnu. Við höfum auðvitað ekki marga daga, við erum komin fram yfir starfsáætlun en þetta mál er stórt og mikið og vonandi tekst okkur að ná niðurstöðu saman í þessu stóra máli. En það bíður okkar þá í haust ef við getum ekki klárað það núna og ég hef vissulega áhyggjur af þessum litlu og meðalstóru fyrirtækjum en við þurfum að leysa þetta mál hvort sem það verður núna eða í haust,“ sagði Lilja Rafney.
Tengdar fréttir Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00 ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00 Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00 Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
Alltaf talið að veiðigjöldin ættu að endurspegla afkomuna Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samdi við atvinnuveganefnd um að leggja fram frumvarp um veiðigjöld vegna tímaskorts. Forsætisráðherra segir gjöldin þurfa að endurspegla afkomu greinarinnar. Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar 5. júní 2018 07:00
ASÍ mótmælir harðlega lækkun veiðigjalda Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega fyrirhugaðri lækkun veiðigjalda í umsögn sem sambandið hefur sent inn til Alþingis vegna frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar þar sem lagt er til að veiðigjöld verði lækkuð. 5. júní 2018 18:00
Tíu stærstu fá helming lækkunarinnar Heildarlækkun veiðigjalda á næsta ári verður á þriðja milljarð króna, verði frumvarp þess efnis samþykkt. Hagfræðingur gagnrýnir frumvarpið fyrir að hygla stórum fyrirtækjum en forsætisráðherra segir að komið sé til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki. 5. júní 2018 06:00