Sóttvarnalæknir frétti af mislingasmiti í vélum Icelandair í fjölmiðlum Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2018 11:52 Sóttvarnalæknir segir fulltrúa Icelandair einnig hafa komið af fjöllum og engin tilkynning hafi borist frá Kanada. Vísir/Getty Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sóttvarnalæknir frétti fyrst af mislingatilfellinu í áætlunarferðum Icelandair í gegnum fjölmiðla. Greint var frá því í morgun að heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaki nú mislingatilfelli sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir en hann segir sóttvarnasvið embættis landlæknis leita nú að staðfestingu á að þessar fregnir frá Kanada séu réttar. „Við viljum ekki setja af stað neina vinnu nema þetta sé örugglega rétt. Við erum í samstarfi við Icelandair og erum að hefja þá vinnu,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa heyrt í fulltrúum Icelandair í morgun en þeir fengu enga tilkynningu frá Kanada um málið.Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.VÍSIR/STEFÁN„Og komu þess vegna alveg eins af fjöllum eins og allir aðrir,“ segir Þórólfur. Hann segir embættið ekki hafa borist neinar upplýsingar um mislingasmit hér á landi eftir þetta atvik en bendir á að læknar séu ekki vanir að sjá mislinga í sjúklingum og þess vegna ekki það fyrsta sem þeim dettur í hug þegar þeir reyna að greina hvaða amar að fólki. Þórólfur segir að þess vegna hefði verið mikilvægt að fá tilkynningu frá Kanada um þetta mál þannig að hægt væri að vara þá farþega við sem voru í áætlunarferðum Icelandair. Þannig gætu þeir leitað til læknis með þær upplýsingar ef þeir veikjast. „Þá greinist þetta mikið fyrr og hægt að bregðast við fyrr,“ segir Þórólfur sem bendir á að Kanadamönnum beri skylda til að tilkynna svona mál. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og er farþegum sem deildu flugvél með manninum ráðlagt að ganga úr skugga um að þeir hafi ekki smitast af mislingunum. Maðurinn hafði ferðast frá Kænugarði í Úkraínu með viðkomu á Íslandi. Hann millilenti og skipti um flugvél á tveimur stöðum og eru farþegar í eftirtöldum flugferðum taldir kunna að vera í hættu.Flug Ukraine International Airlines númer PS423 frá Kænugarði til Berlín.Flug Icelandair númer FI529 frá Berlín til Keflavíkur.Flug Icelandair númer FI603 frá Keflavík til Toronto. Var greint frá því í morgun að hver sem komist hefur í tæri við mislinga, hefur ekki fengið tvo skammta af mislingabóluefni eða aldrei áður smitast af mislingum sé í áhættuhópi. Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum á fyrrnefndum leiðum er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landlæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Farþegar í flugi Icelandair varaðir við mislingum Heilbrigðisyfirvöld í Toronto í Kanada rannsaka nú mislingatilfelli, sem barst til borgarinnar með farþega í vél Icelandair í síðustu viku. 6. júní 2018 07:20