Tveir kokkar fylgja landsliðinu til Rússlands: „Erum með Rússa beint frá býli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 6. júní 2018 17:45 Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira
Það verður rússneskur kokkur, búsettur á Íslandi til lengri tíma, sem mun hjálpa til við að elda ofan í strákana okkar ásamt kokki íslenska landsliðsins til nokkura ára, Hinriki Inga Guðbjargarsyni. Tíu dagar eru þangað til að flautað verður til leiks hjá landsliðinu en Ísland mætir Argentínu þann sextánda júní. Allt er að verða klárt og heldur íslenska liðið til Rússlands á laugardag. Það mun ekki væsa um strákana okkar ytra en ekki má taka neinn mat frá Íslandi til Rússlands eins og Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, benti réttilega á í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. „Það eru strangar reglur um flutning á matvælum á milli landa en það er óvenjulega strangt ástand núna útaf þessu viðskiptabanni. Það er ekki eins og við séum að fara svelta þarna,” sagði Klara í samtali við Reykjavík síðdegis. „Rússland er auðugt land af landbúnaði og ég er alveg viss um það að við megum eftir að fá góðan mat úr rússneskum hráefnum. Það er hægt að kaupa íslenskan mat í Rússlandi; lambakjöt og skyr til dæmis. Við mundum fá blöndu af því besta.” Hótelið í Gelendzhik, þar sem íslenska landsliðið dvelur á meðan HM stendur, mun ekki sjá um matinn heldur er landsliðið með tvo kokka sem munu sjá um allan mat fyrir strákana okkar og starfsliðið. „Við erum með tvo kokka. Við erum með sjálfbært eldhús. Þeir fóru út í morgun kokkarnir og þeir verða hagstæðir í innkaupum. Í stað þess að kaupa öll hráefni og þjónustu af viðkomandi eldhúsi þá munu þeir elda og versla sjálfir,” en eru einhverjar grænmetisætur í hópnum? „Enginn svo ég viti til en ég veit að flestir þeirra eru passasamir. Það eru einhverjir sem eru á paleo og borða kjöt og grænmeti. Þeir eru aðallega í hollustunni, blandað saman próteinum og kolvetnum og hvað sem þetta heitir allt.” „Það vill svo skemmtilega til að Ísland er lítið land að við erum með tvo kokka. Annar er Hinrik sem er búinn að vera okkar aðalkokkur síðustu tvö ár og einn af hans bestu vinum er yfirkokkur á matstöðustað niður í bæ.” „Hann er rússneskur og hefur búið hér frá tíu ára aldri. Hann fæddist á þeim stað þar sem við verðum í Rússlandi svo hann er íslenskur Rússi. Hann er beint frá býli og þekkir inn á svæðið. Einnig talar hann reip rennandi rússnesku og við erum ákaflega heppinn með þetta.” Allt viðtalið við Klöru má heyra efst í fréttinni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Sjá meira