Sjá til lands í viðræðum á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 7. júní 2018 06:00 Þingið hefur starfað með afar óvenjulegum hætti eftir eldhúsdagsumræður. Vísir/Sigtryggur Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Þreifingar milli formanna og þingflokksformanna stjórnmálahreyfinga á þingi héldu áfram í allan gærdag. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist vera farin að sjá í land með samkomulag milli þingflokka um þinglok og vonast eftir því að samkomulag náist í dag. „Eins og staðan er núna erum við ekki búin að klára samkomulag um neitt mál,“ segir Bjarkey. „Þetta er allt saman einn pakki sem við erum að reyna að ná samkomulagi um milli stjórnar og stjórnarandstöðu og því er þetta nokkuð mikil vinna þegar allt kemur til alls. Þar inni eru líka mál sem þarf að ræða í þingsal og því er ljóst að þingið verður starfrækt vel fram í næstu viku.“ Þingstörf hafa verið í skötulíki síðustu tvo daga þar sem samningaviðræður milli flokkanna hafa átt sér stað í bakherbergjum þingsins. Þó hafa fastanefndir þingsins nýtt sér þennan tíma til að fara yfir mál sem enn eru í meðförum þeirra og þarf að klára á þessu þingi. Mál sem talið er að verði snúin eru frumvörp um rafsígarettur og frumvarp heilbrigðisráðherra um steranotkun. Ný persónuverndarlög og fjármálaáætlun Bjarna Benediktssonar verða einnig rædd mikið á næstu dögum nái menn samkomulagi um störf þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.Einnig hafa heyrst raddir um að 28 ný þingmál bíði fyrstu umræðu, 60 þingmál eru í meðferðum nefnda þingsins, önnur 17 bíða annarrar umræðu og síðast en ekki síst eru fjögur mál sem bíða þriðju umræðu í þinginu. Um 30 mál voru á dagskrá þingsins í gær og störfum um tíu leytið í gærkvöld. Á morgun verður að öllum líkindum rætt um fjármálaáætlun til ársins 2023 sem þarf að samþykkja fyrir þinglok. Sáttatillaga forsætisráðherra um með hvaða hætti þingið taki á veiðigjaldamálinu er undirstaða þeirrar vinnu sem nú er unnin milli þingflokksformanna um þinglokin. Af samtölum að dæma ríkir þokkalegur friður um þá vinnu og hún virðist ganga ágætlega. Hins vegar sé afar flókið að semja um þinglok þar sem aldrei hafa jafn margir flokkar setið á þingi og nú. „Það er jákvæður gangur í þessu og þetta mjakast áfram. Nú er bara unnið hörðum höndum að því að ná lendingu og það er í höndum þingflokksformanna að semja. Eins og þingið er oft á tíðum þá tekur þetta bara tíma en við reynum að vinna þetta í sátt,“ bætir Bjarkey við.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00 Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00 „Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Sjá meira
Líkur á breyttu veiðigjaldafrumvarpi Leiðtogar stjórnmálaflokkanna á Alþingi funduðu stíft í bakherbergjum þingsins í gær til að ná sáttum um þinglok. Veiðigjaldafrumvarpið gæti tekið breytingum til að friða stjórnarandstöðuna. Þingflokkarnir stefna á að ná samkomulagi um þinglok í dag. 6. júní 2018 06:00
Mikil ólga innan grasrótar VG Varaformaður Vinstri grænna segir mun þyngri tón í grasrót flokksins nú en þegar vantraust á dómsmálaráðherra var í umræðunni. Grasrótin sé afar ósátt við veiðigjaldahugmyndir atvinnuveganefndar þingsins. 7. júní 2018 06:00
„Viljum gjarnan ná góðri sátt um þetta stóra mál hér í þinglok“ Fundahöld standa enn á yfir á Alþingi þar sem reynt er að ná sátt um afgreiðslu frumvarps meirihluta atvinnuveganefndar um lækkun veiðigjalda. 5. júní 2018 19:08
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent