7 dagar í HM: Brasilíski nuddarinn sem stal senunni og boltanum í úrslitaleik HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2018 11:00 Mário Américo meðhöndlar Pele á HM. Vísir/Getty Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. Hann hefur verið kallaður tólfti maðurinn í fyrstu sigurgöngu Brasilíumanna en titlarnir 1958, 1962 og 1970 eru fyrstu heimsmeistaratitlar Brassanna. Þegar sá fyrsti vannst á HM 1958 í Svíþjóð var brasilíska þjóðin búin að bíða lengi og upplifa mikil vonbrigði ekki síst á heimavelli átta árum fyrr. Það var einmitt þá, á HM í Brasilíu 1950, sem fyrrum boxari bættist í starfslið brasilíska landsliðsins og fór að nudda þreytta fætur leikmanna liðsins. Hann hafði menntað sig í íþróttameiðslum eftir að boxhanskarnir fóru upp á hillu og hafði starfað í að verða áratug með brasilískum fótboltafélgöum. Mário Américo var hinsvegar miklu meira en nuddari brasilíska landsliðsins. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Leikmennirnir kölluðu hann Mário frænda og hann hélt þeim ekki aðeins gangandi líkamlega heldur einnig andlega enda risastór og skemmtilegur karakter. Á þessum árum var umgjörðin í kringum landsliðin allt önnur og minni en hún er í dag. Í dag eru ótal læknar, sjúkraþjálfarar og nuddarar í kringum landsliðin í þá daga voru hlutirnir öðruvísi. Mário Américo varð að stórstjörnu og þá sérstaklega í heimalandinu. Hann vakti líka það mikla athygli á heimsvísu að hann birtist í evrópskum auglýsingum í kringum heimsmeistarakeppnina. Eftir að nuddaraferlinum lauk nýtti hann vinsældir sína í stjórnmálunum og var kjörinn inn á þing. Hver gat ekki annað en tekið eftir þessum þrekmikla manni sem hljóp inn á völlinn með vatnsfötu og hið fræga leðurbelti þar sem finna mátti hin ýmus undrasmyrsl flest sem Mário átti að hafa útbúið sjálfur. Mário Américo var 38 ára gamall þegar hann var með brasilíska landsliðnu á HM í heimalandinu 1950 og hann var 62 ára gamall á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. Á þessu 24 ára tímabili missti hann ekki af einum leik hjá brasilíska landsliðinu á HM og upplifði bæði mikla gleði og mikla sorg. Á sjö heimsmeistaramótum í röð fékk hann að fylgjast með sögulegum skrefum brasilíska landsliðsins og umgangast bestu fótboltamenn heims í návígi.Byrjunarlið Brasilíu á HM 1958.Vísir/GettyMário Américo var svo stór hluti af brasilíska landsliðinu að hann stillti sér upp með liðinu á liðsmynd fyrir leik eins og sjá má hér fyrir ofan á HM í Svíþjóð 1958. Þjálfarinn liðsins eða aðrir aðstoðarmenn voru hvergi sjáanlegir. Þar voru aðeins þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu og svo hinn eini sanni Mário Américo. Mário Américo fékk fljótlega viðurefnið Bréfdúfan vegna þess að þjálfarar stunduðu það að láta hann hlaupa inn á völlinn með skilaboð til leikmanna. Leikmenn liðsins jafnvel þóttustu meiðast til að Mário kæmist inn á völlinn með skilaboð frá þjálfaranum.Mário Américo fagnar með brasilíska fánann eftir úrslitaleik Hm 1958.Vísir/GettyFrægasta sagan af Mário tengist þó úrslitaleik HMN 1958 sem fór fram á Råsunda-leikvanginum í Stokkhólmi. Brasilíumenn voru þá með frábært lið eins og oft áður en nú voru þeir komnir með sautján ára undrabarn í Pele og fóru í fyrsta sinn alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir leikinn fékk Mário skipun frá formanni brasilíska sambandsins um að ná keppnisboltanum sem notaður var í úrslitaleiknum. Það var hinn sautján ára gamli Pele sem innsiglaði sigurinn með fimmta marki Brassana og öðru marki sínu. Markið kom í uppbótartíma og dómari leiksins flautaði leikinn af í kjölfarið. Mário Américo hafði ekki aðeins verið að vakta meiðsli sinna manna í úrslitaleiknum því hann hafði einnig verið að hugsa upp leið til að ná keppnisboltanum. Í allri dramatíkinni í leikslok þá nýtti hann tækifærið, sló boltann úr höndum dómarans og hljóp með hann inn í klefa með sænsku lögregluna og fulltrúa FIFA á hælunum. Mário Américo tókst hinsvegar að leika á alla. Hann kom keppnisboltanum í felur ofan í poka með óhreinum fötum og náði síðan í annan samskonar bolta sem hann afhenti síðan þegar lögreglan og fulltrúar FIFA mættu í klefann. Brasilíumenn fóru því ekki aðeins heim með heimsmeistarabikarinn heldur líka keppnisboltann, þökk sé Mário Américo.Hér má lesa meira um þennan merkilega mann. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Pele varð þrisvar sinnum heimsmeistari með Brasilíumönnum á árunum 1958 til 1970 og er sá eini sem hefur verið hluti af þremur heimsmeistaraliðum. Það vita kannski mun færri af annarri brasilískri goðsögn sem tók þátt í öllum þremur þremur titlunum. Hann hefur verið kallaður tólfti maðurinn í fyrstu sigurgöngu Brasilíumanna en titlarnir 1958, 1962 og 1970 eru fyrstu heimsmeistaratitlar Brassanna. Þegar sá fyrsti vannst á HM 1958 í Svíþjóð var brasilíska þjóðin búin að bíða lengi og upplifa mikil vonbrigði ekki síst á heimavelli átta árum fyrr. Það var einmitt þá, á HM í Brasilíu 1950, sem fyrrum boxari bættist í starfslið brasilíska landsliðsins og fór að nudda þreytta fætur leikmanna liðsins. Hann hafði menntað sig í íþróttameiðslum eftir að boxhanskarnir fóru upp á hillu og hafði starfað í að verða áratug með brasilískum fótboltafélgöum. Mário Américo var hinsvegar miklu meira en nuddari brasilíska landsliðsins. Hann var goðsögn í lifanda lífi. Leikmennirnir kölluðu hann Mário frænda og hann hélt þeim ekki aðeins gangandi líkamlega heldur einnig andlega enda risastór og skemmtilegur karakter. Á þessum árum var umgjörðin í kringum landsliðin allt önnur og minni en hún er í dag. Í dag eru ótal læknar, sjúkraþjálfarar og nuddarar í kringum landsliðin í þá daga voru hlutirnir öðruvísi. Mário Américo varð að stórstjörnu og þá sérstaklega í heimalandinu. Hann vakti líka það mikla athygli á heimsvísu að hann birtist í evrópskum auglýsingum í kringum heimsmeistarakeppnina. Eftir að nuddaraferlinum lauk nýtti hann vinsældir sína í stjórnmálunum og var kjörinn inn á þing. Hver gat ekki annað en tekið eftir þessum þrekmikla manni sem hljóp inn á völlinn með vatnsfötu og hið fræga leðurbelti þar sem finna mátti hin ýmus undrasmyrsl flest sem Mário átti að hafa útbúið sjálfur. Mário Américo var 38 ára gamall þegar hann var með brasilíska landsliðnu á HM í heimalandinu 1950 og hann var 62 ára gamall á HM í Vestur-Þýskalandi 1974. Á þessu 24 ára tímabili missti hann ekki af einum leik hjá brasilíska landsliðinu á HM og upplifði bæði mikla gleði og mikla sorg. Á sjö heimsmeistaramótum í röð fékk hann að fylgjast með sögulegum skrefum brasilíska landsliðsins og umgangast bestu fótboltamenn heims í návígi.Byrjunarlið Brasilíu á HM 1958.Vísir/GettyMário Américo var svo stór hluti af brasilíska landsliðinu að hann stillti sér upp með liðinu á liðsmynd fyrir leik eins og sjá má hér fyrir ofan á HM í Svíþjóð 1958. Þjálfarinn liðsins eða aðrir aðstoðarmenn voru hvergi sjáanlegir. Þar voru aðeins þeir ellefu leikmenn sem byrjuðu og svo hinn eini sanni Mário Américo. Mário Américo fékk fljótlega viðurefnið Bréfdúfan vegna þess að þjálfarar stunduðu það að láta hann hlaupa inn á völlinn með skilaboð til leikmanna. Leikmenn liðsins jafnvel þóttustu meiðast til að Mário kæmist inn á völlinn með skilaboð frá þjálfaranum.Mário Américo fagnar með brasilíska fánann eftir úrslitaleik Hm 1958.Vísir/GettyFrægasta sagan af Mário tengist þó úrslitaleik HMN 1958 sem fór fram á Råsunda-leikvanginum í Stokkhólmi. Brasilíumenn voru þá með frábært lið eins og oft áður en nú voru þeir komnir með sautján ára undrabarn í Pele og fóru í fyrsta sinn alla leið í úrslitaleikinn. Fyrir leikinn fékk Mário skipun frá formanni brasilíska sambandsins um að ná keppnisboltanum sem notaður var í úrslitaleiknum. Það var hinn sautján ára gamli Pele sem innsiglaði sigurinn með fimmta marki Brassana og öðru marki sínu. Markið kom í uppbótartíma og dómari leiksins flautaði leikinn af í kjölfarið. Mário Américo hafði ekki aðeins verið að vakta meiðsli sinna manna í úrslitaleiknum því hann hafði einnig verið að hugsa upp leið til að ná keppnisboltanum. Í allri dramatíkinni í leikslok þá nýtti hann tækifærið, sló boltann úr höndum dómarans og hljóp með hann inn í klefa með sænsku lögregluna og fulltrúa FIFA á hælunum. Mário Américo tókst hinsvegar að leika á alla. Hann kom keppnisboltanum í felur ofan í poka með óhreinum fötum og náði síðan í annan samskonar bolta sem hann afhenti síðan þegar lögreglan og fulltrúar FIFA mættu í klefann. Brasilíumenn fóru því ekki aðeins heim með heimsmeistarabikarinn heldur líka keppnisboltann, þökk sé Mário Américo.Hér má lesa meira um þennan merkilega mann.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira