Fótbolti

Spá því að engin Norðurlandaþjóð komist upp úr riðlinum á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Íþróttatölfræðiþjónustan Gracenote hefur tekið það saman, hverjar líkurnar séu að landsliðin á HM í Rússlandi komast áfram í sextán liða úrslitin. Íslenska landsliðið fer ekki áfram upp úr sínum riðli rætist þessi spá.

Allar þrjár Norðurlandaþjóðurnar munu sitja eftir í sínum riðli ef fólkið hjá Gracenote mun hafa rétt fyrir sér. Íslenska landsliðið er með 37 prósent líkur á sæti í 16 liða úrslitum en Argentínu (80 prósent) og Króatíu (56%) er spáð upp úr D-riðlinum.

CNN segir frá þessu á vefsíðu sinni eins og sjá má hér.

Perú (69 prósent) og Frakkland (68 prósent) komst upp úr C-riðlinum á kostnað Dana (37  prósent) og Svíar (34 prósent) sitja eftir í F-riðli þar sem Þýskalandi (81 prósent) og Mexíkó (58 prósent) er spáð sætunum í sextán liða úrslitunum.







Rætist spáin þá myndu Argentína og Frakkland mætast strax í 16 liða úrslitum keppninnar.

Brasilíska landsliðið er eina landsliðið sem nær upp í 90 prósent líkur á sæti í útsláttarkeppninni en næst koma heimsmeistarar Þjóðverja með 81 prósent líkur.

Ástralir reka lestina en aðeins 26 prósent líkur eru á því að þeir komist áfram úr sínum riðli. Nígeríumenn eru rétt á undan með 27 prósent líkur.

Norðurlandaþjóðir og þeirra riðlar með líkum á sæti í 16 liða úrslitunum

C-riðill

Perú - 69 prósent

Frakkland - 68 prósent

Danmörk - 37 prósent

Ástralía - 26 prósent

D-riðill

Argentína - 80 prósent

Króatía - 56 prósent

Ísland - 37 prósent

Nígería - 27 prósent

F-riðill

Þýskaland - 81 prósent

Mexíkó - 58 prósent

Svíþjóð - 34 prósent

Suður-Kórea - 27 prósent




Fleiri fréttir

Sjá meira


×