Harry Kane gerði nýjan sex ára samning við Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2018 14:29 Harry Kane. Vísir/Getty Harry Kane er ekki á förum frá Tottenham á næstunni því enski landsliðsfyrirliðinn er búinn að skrifa undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið. Kane hefur raðað inn mörkum fyrir félagið á síðustu tímabilum og fjölmiðlar hafa verið að orða hann við stærstu félög heims. Nú eru Tottenham menn búnir að slökkva á þeirri umræðu allri. Harry Kane er 24 ára gamall og nýi samningurinn nær til ársins 2024 eða þangað til að hann verður þrítugur.We are delighted to announce that @HKane has signed a new six-year contract with the Club, which runs until 2024. #OneOfOurOwnpic.twitter.com/4p6xfVTLkE — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 8, 2018 Kane skrifaði síðast undir nýjan samning í desember 2016 en sá átti að renna út 2022 og skila hinum hundrað þúsund pundum í vikulaun. Kane fær væntanlega góða launahækkun í nýja samningnum. Kane skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur en missti gullskóinn samt til Mo Salah hjá Liverpool. Hann náði því að skora 56 mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið á almanaksárinu 2017. Tottenham er með mjög ungt og spennandi lið sem er líklegt til afreka takist félaginu að halda kjarnanum saman. Þá er félagið að flytja á nýjan 62 þúsund manna völl og framtíðin er því björt. Knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino samdi á dögunum til ársins 2023. Tottenham vinnur því markvisst af því þessa dagana að tryggja það að bestu menn liðsins spili áfram hjá félaginu.A message from @HKane...#OneOfOurOwnpic.twitter.com/IrBBM0jtte — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 8, 2018 Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira
Harry Kane er ekki á förum frá Tottenham á næstunni því enski landsliðsfyrirliðinn er búinn að skrifa undir nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið. Kane hefur raðað inn mörkum fyrir félagið á síðustu tímabilum og fjölmiðlar hafa verið að orða hann við stærstu félög heims. Nú eru Tottenham menn búnir að slökkva á þeirri umræðu allri. Harry Kane er 24 ára gamall og nýi samningurinn nær til ársins 2024 eða þangað til að hann verður þrítugur.We are delighted to announce that @HKane has signed a new six-year contract with the Club, which runs until 2024. #OneOfOurOwnpic.twitter.com/4p6xfVTLkE — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 8, 2018 Kane skrifaði síðast undir nýjan samning í desember 2016 en sá átti að renna út 2022 og skila hinum hundrað þúsund pundum í vikulaun. Kane fær væntanlega góða launahækkun í nýja samningnum. Kane skoraði 30 mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur en missti gullskóinn samt til Mo Salah hjá Liverpool. Hann náði því að skora 56 mörk fyrir Tottenham og enska landsliðið á almanaksárinu 2017. Tottenham er með mjög ungt og spennandi lið sem er líklegt til afreka takist félaginu að halda kjarnanum saman. Þá er félagið að flytja á nýjan 62 þúsund manna völl og framtíðin er því björt. Knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino samdi á dögunum til ársins 2023. Tottenham vinnur því markvisst af því þessa dagana að tryggja það að bestu menn liðsins spili áfram hjá félaginu.A message from @HKane...#OneOfOurOwnpic.twitter.com/IrBBM0jtte — Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) June 8, 2018
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Sjá meira