Flugvél strákanna minni en stefnt var að Kolbeinn Tumi Daðason í Keflavík skrifar 9. júní 2018 11:08 Ferðatöskur eru í fjölmörgum sætum um borð í vélinni þar sem farangursrýmin eru full. Vísir/Kolbeinn Tumi Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira