Gana hitaði upp fyrir Íslandsförina með sigri á Japan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 12:15 Frá leiknum í Japan. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær væntanlega mjög krefjandi verkefni í Laugardalnum í næstu viku. Ísland mætir Nígeríu á HM í Rússlandi og liður í undirbúningi liðsins fyrir þann leik er að fá tækifæri til að spila við afrískt landslið. Ganabúar eru á leiðinni til Íslands í næstu viku þar sem liðið mun spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Leikurinn fer fram 7. júní næstkomandi. Gana er ekki með á HM í Rússlandi í sumar en knattspyrnulandslið Gana ætlar að reynast HM-þjóðum erfitt viðureignar. Áður en kom að Íslandsferðinni þá fór Gana til Japans þar sem liðið mætti HM-liði Japana í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Nissan leikvanginum í Yokohama sem hýsti meðal annars úrslitaleik HM 2002 á sínum tíma. Gana vann leikinn 2-0 með mörkum frá þeim Thomas Partey, leikmanni Atlético Madrid á Spáni og Emmanuel Boateng, leikmanni Levante á Spáni. Yfir 64 þúsund manns mættu á leikinn. Partey skoraði strax á 9. mínútu leiksins en mark Boateng kom úr vítaspyrnu á 51. mínútu leiksins. Þetta var fimmta landsliðsmarkið hjá Thomas Partey í fimmtán landsleikjum en fyrsta landsliðsmarkið hjá hinum 22 ára gamla Emmanuel Boateng sem var að spila sinn fyrsta landsleik. Íslenska landsliðið mun mæta Noregi á laugardaginn og næsti leikur liðsins er því ekki á móti Gana. Ganaleikurinn verður aftur á móti síðasti undirbúningsleikur íslensku strákanna fyrir úrslitakeppni HM þar sem liðið mætir Argentínu í fyrsta leik sínum. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fær væntanlega mjög krefjandi verkefni í Laugardalnum í næstu viku. Ísland mætir Nígeríu á HM í Rússlandi og liður í undirbúningi liðsins fyrir þann leik er að fá tækifæri til að spila við afrískt landslið. Ganabúar eru á leiðinni til Íslands í næstu viku þar sem liðið mun spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum. Leikurinn fer fram 7. júní næstkomandi. Gana er ekki með á HM í Rússlandi í sumar en knattspyrnulandslið Gana ætlar að reynast HM-þjóðum erfitt viðureignar. Áður en kom að Íslandsferðinni þá fór Gana til Japans þar sem liðið mætti HM-liði Japana í vináttulandsleik í dag en leikurinn fór fram á Nissan leikvanginum í Yokohama sem hýsti meðal annars úrslitaleik HM 2002 á sínum tíma. Gana vann leikinn 2-0 með mörkum frá þeim Thomas Partey, leikmanni Atlético Madrid á Spáni og Emmanuel Boateng, leikmanni Levante á Spáni. Yfir 64 þúsund manns mættu á leikinn. Partey skoraði strax á 9. mínútu leiksins en mark Boateng kom úr vítaspyrnu á 51. mínútu leiksins. Þetta var fimmta landsliðsmarkið hjá Thomas Partey í fimmtán landsleikjum en fyrsta landsliðsmarkið hjá hinum 22 ára gamla Emmanuel Boateng sem var að spila sinn fyrsta landsleik. Íslenska landsliðið mun mæta Noregi á laugardaginn og næsti leikur liðsins er því ekki á móti Gana. Ganaleikurinn verður aftur á móti síðasti undirbúningsleikur íslensku strákanna fyrir úrslitakeppni HM þar sem liðið mætir Argentínu í fyrsta leik sínum.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira