Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. maí 2018 14:30 Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. „Þetta er bara spennandi og við erum að fara byrja undirbúninginn af alvöru í dag. Það eru skemmtilegir tímar framundan,“ sagði Hólmar Örn Eyjólfsson í viðtali fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Það er alltaf stutt í þetta og maður hugsar um HM oft á dag. Þetta er eitt það stærsta sem maður gerir á ferlinum þannig að maður verður að vera vel undirbúinn,“ sagði Hólmar. Hólmar spilar með búlgarska liðinu Levski Sofia en þetta var fyrsta tímabil hans með liðinu eftir að hafa komið þangað frá Ísrael. „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í Búlgaríu og bara framar vonum. Ég er búinn að spila ógrynni af leikjum og það hefur gengið ágætlega hjá liðinu. Það verður vonandi betra á næsta ári. Við náðum Evrópusæti þannig að það er gott fyrir næsta ár,“ sagði Hólmar. Hólmar Örn var til taks á EM 2016 sem einn af sex mönnum sem voru fyrir utan hópinn en í kallfæri kæmi eitthvað upp á. Hólmar var hinsvegar ekki kallaður inn. Það var því stórt skref fyrir hann að vinna sér sæti í HM-hópnum á dögunum. „Ég var búinn að vinna markvisst að því að fá að vera með í þessum hóp. Það var mikið af góðum leikmönnum sem voru í boði þannig að ég er í skýjunum að fá að vera með hérna núna,“ sagði Hólmar. „Ég fer inn í þetta og er tilbúinn í allt. Ég er klár í að spila ef þess þarf en við erum 23 leikmenn og bara ellefu sem geta byrjað. Við förum þarna út sem ein liðsheild og maður tekur bara því hlutverki sem maður fær,“ sagði Hólmar. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eru langlíklegastir til að byrja saman í miðvarðarstöðunum. „Þeir eru mjög samstilltir og það er hrikalega mikilvægt fyrir hafsent að þekkja vel inn á hinn hafsentinn. Þeir eru mjög vel stilltir inn á hvorn annan og það sést alveg í leikjunum,“ sagði Hólmar. Það má sjá allt viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjá meira