Erlent

Kim Kardashian átti frábæran fund með Donald Trump

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vel fór á með Trump og Kim Kardashian, enda koma þau bæði úr heimi veruleikasjónvarpsins
Vel fór á með Trump og Kim Kardashian, enda koma þau bæði úr heimi veruleikasjónvarpsins Twitter/Donald Trump
Athafnakonan Kim Kardashian átti að sögn góðan og árangursríkan fund með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gærkvöld. Trump birti á Twitter mynd af þeim saman á skrifstofu forsetans í Hvíta húsinu og sagði fundinn frábæran.

Tilefni fundarins var að ræða umbætur í fangelsismálum og þá sérstaklega mál 63 ára gamallar konu sem var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir fíkniefnamisferli og hefur nú þegar afplánað rúm tuttugu ár.

Kardashian fékk áhuga á málinu þegar greint var frá því í fjölmiðlum og réði lögfræðinga til að aðstoða konuna. Hún er sögð hafa átt fjölda funda með Jared Kushner, tengdasyni Donalds Trump, um þetta sama mál. Þá hafi það kveikt áhuga hennar á dómsmálum almennt og því órétti sem margir glími við í bandaríska dómskerfinu.


Tengdar fréttir

Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál

Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×