Jón Daði: Líður best þegar ég get gefið af mér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. maí 2018 14:00 Jón Daði Böðvarsson. Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
Það var létt yfir Selfyssingnum Jóni Daða Böðvarssyni fyrir æfingu íslenska liðsins í dag þó svo að norskan hafi verið svolítið ryðguð hjá honum. „Ég var nokkð ryðgaður í henni. Ég þarf að fara að rifja hana upp,“ sagði Jón Daði léttur en hann var þá nýkominn úr viðtali við norskan blaðamann. „Þetta er búið að vera mikið af viðtölum en það bjuggust allir við því og eru undirbúnir fyrir það. Það er mikil athygli á mótinu og okkur. Það er bara jákvæð umfjöllun.“ Jón Daði átti frábært tímabil hjá Reading og mætir í toppstandi til liðs við landsliðið. „Mér líður mjög vel eftir gott tímabil hjá mér. Er í flottu formi og ekkert vesen. Ég held mér í formi núna og fer varlega með sjálfan mig.“ Jón Daði er heimakær og líður best heima hjá fjölskyldunni á Selfossi. „Ég er búinn að vera heima hjá mömmu og fá góðan mömmumat í rólegheitum þar,“ segir Jón Daði en hann gaf af sér um síðustu helgi er hann áritaði myndir af sér fyrir krakkana á Selfossi í kjörbúð þar í bæ. „Það var flott. Selfoss er æðislegt samfélag þar sem allir þekkja alla. Það er alltaf gott að keyra yfir Ölfusárbrúna og koma í andrúmsloftið á Selfossi. Það er ekkert betra en að vera á Selfossi. Heima er best.“ Jón Daði segir að það skipti sig máli að reyna að gefa af sér. „Krakkarnir voru ánægðir að hitta mig og það sem gerir þennan árangur extra sætan er að maður er ákveðin fyrirmynd og gefur öllum ungum krökkum von. Það sem lætur mér líða hvað best er þegar ég get gefið af mér. Þessi árangur gefur líka ungum krökkum mikið upp á framtíðina að gera.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31 Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00 Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30 Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Sjá meira
Aron Einar: Í hausnum á mér að ég nái fyrsta leik Eftir langa meðhöndlun vegna meiðsla erlendis þá er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kominn heim. Hann ætlar sér að ná opnunarleik Íslands á HM gegn Argentínu. 30. maí 2018 11:31
Birkir: Var ekki sáttur við að fá ekki að spila Síðasta helgi var afar svekkjandi fyrir Birki Bjarnason. Lið hans, Aston Villa, tapaði úrslitaleik á Wembley um sæti í efstu deild að ári og hann fékk ekkert að taka þátt í leiknum. 30. maí 2018 13:00
Hólmar Örn: Það eru skemmtilegir tímar framundan Hólmar Örn Eyjólfsson rétt missti af Evrópumótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum en hann er í HM-hópi Heimis Hallgrímssonar. 30. maí 2018 14:30
Strákarnir ánægðir að sjá Aron Einar á svæðinu: Myndir frá æfingunni í dag Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er kominn heim til Íslands frá Katar og hann var á sinni fyrstu æfingu með íslenska liðinu í Laugardalnum í dag. 30. maí 2018 13:45