Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 18:13 Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. Vísir/Ernir Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56