Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 18:13 Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. Vísir/Ernir Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56