Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 18:13 Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. Vísir/Ernir Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56