Sólarferðir seljast vel í vonda veðrinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. maí 2018 21:00 Sala á sólarlandaferðum hefur tekið kipp undanfarnar vikur samhliða slæmu veðri víða á landinu. Forstjórar ferðaskrifstofa segja algengt að ferðir séu bókaðar kvöldið fyrir brottför þegar spáð er roki og rigningu. Sólin skein reyndar víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir vinda- og vætusama helgi víða um land. Ánægjan endist þó ekki lengi, en gul viðvörum veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og von á áframhaldandi roki og rigningu.Frétt Vísis: Stormur, éljagangur og hálka í maíÞórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir segir ljóst að sífellt fleiri kjósi að flýja hreinlega land.Maí sérstaklega góður í sölu ferða „Maí er búinn að vera sérstaklega góður og veturinn líka. Ef veðrið heldur áfram að vera svona slæmt eiginlega bara allan ársins hring eigum við góðan möguleika á að vera þokkalega stór í sólarlandaferðum í ár,“ segir Þórunn. Undir þetta tekur Tómas J. Gestsson, forstjóri Heimsferða, sem var sjálfur í sólarferð á Spáni þegar fréttastofa náði af honum tali. Þau segja að auk þess sem landsmenn ferðist einfaldlega meira en aðrir þá gerist hlutirnir einnig hraðar. „Við sjáum að fólk jafnvel stekkur út daginn eftir, bókar seint á kvöldi og er farið daginn eftir,“ segir Þórunn. Fjölmargir möguleikar eru nú aðgengilegir á netinu þar sem bóka má og setja saman eigin ferð á vefsíðum á borð við Dohop, Expedia og Kiwi. Þórunn segir þó hinar hefðbundnu ferðaskrifstofur ekki finna sérstaklega fyrir þessari þróun. „Við höfum bara fundið vöxt í þessari samkeppni og eflir okkur bara í að gera betur. Þannig að nei, við finnum ekki að það sé neitt að herja á okkur í þeim efnum.“ Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Sala á sólarlandaferðum hefur tekið kipp undanfarnar vikur samhliða slæmu veðri víða á landinu. Forstjórar ferðaskrifstofa segja algengt að ferðir séu bókaðar kvöldið fyrir brottför þegar spáð er roki og rigningu. Sólin skein reyndar víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu í dag eftir vinda- og vætusama helgi víða um land. Ánægjan endist þó ekki lengi, en gul viðvörum veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og von á áframhaldandi roki og rigningu.Frétt Vísis: Stormur, éljagangur og hálka í maíÞórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, sem rekur Úrval Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir segir ljóst að sífellt fleiri kjósi að flýja hreinlega land.Maí sérstaklega góður í sölu ferða „Maí er búinn að vera sérstaklega góður og veturinn líka. Ef veðrið heldur áfram að vera svona slæmt eiginlega bara allan ársins hring eigum við góðan möguleika á að vera þokkalega stór í sólarlandaferðum í ár,“ segir Þórunn. Undir þetta tekur Tómas J. Gestsson, forstjóri Heimsferða, sem var sjálfur í sólarferð á Spáni þegar fréttastofa náði af honum tali. Þau segja að auk þess sem landsmenn ferðist einfaldlega meira en aðrir þá gerist hlutirnir einnig hraðar. „Við sjáum að fólk jafnvel stekkur út daginn eftir, bókar seint á kvöldi og er farið daginn eftir,“ segir Þórunn. Fjölmargir möguleikar eru nú aðgengilegir á netinu þar sem bóka má og setja saman eigin ferð á vefsíðum á borð við Dohop, Expedia og Kiwi. Þórunn segir þó hinar hefðbundnu ferðaskrifstofur ekki finna sérstaklega fyrir þessari þróun. „Við höfum bara fundið vöxt í þessari samkeppni og eflir okkur bara í að gera betur. Þannig að nei, við finnum ekki að það sé neitt að herja á okkur í þeim efnum.“
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira