Meiðsli Hannesar Þórs ekki alvarleg Hjörvar Ólafsson skrifar 22. maí 2018 08:30 Hannes Þór Halldórsson. vísir/getty Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, var tekinn af velli í hálfleik vegna meiðsla þegar lið hans, Randers, tryggði sæti sitt í efstu deild með sigri gegn Lyngby í umspili um það að forðast fall úr dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Íslenskir knattspyrnuáhugamenn hugsa fyrst og fremst um þátttöku lykilleikmanna okkar á HM í sumar þessa dagana og hvarflaði hugur þeirra strax að því að þeir gætu tekið þátt á mótinu í sumar þegar fregnir bárust af meiðslunum. Hannesi Þór var bæði efst í huga að hafa bjargað sér frá falli og að meiðslin væru ekki alvarleg þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærkvöldi. „Ég fann fyrir eymslum í nára þegar svona 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Þetta var svo komið á það stig að ég átti erfitt með að sparka almennilega í boltann. Mig langaði að klára leikinn, en um leið hafði ég þá tilfinningu að ég gæti gert illt verra með því að sparka af alefli í boltann,“ segir Hannes Þór. „Ég lét þjálfarann vita hvernig staðan var í hálfleik og það var hans ákvörðun að taka mig út af. Ég met það þannig að þetta sé væg fyrsta stigs tognun í nára sem hefði getað orðið verri. Þjálfarinn mat það svo að það væri betra að skipta mér út af og það var líklega skynsamleg ákvörðun,“ segir Hannes Þór um meiðslin sem hann fann fyrir. „Það er ofboðslega góð tilfinning að hafa náð að bjarga okkur frá falli eftir kaflaskipt tímabil. Þessi tilfinning er ekkert ósvipuð því að fagna titli. Við byrjuðum tímabilið mjög illa og það leit allt út fyrir að við myndum falla. Eftir að deildinni var skipt í efri og neðri hluta þá höfum við hins vegar spilað vel og tryggðum okkur sætið með sigrinum í gær,“ segir Hannes um tímabilið hjá Randers. „Ég held að þetta séu þannig meiðsli að ég muni ekki verða lengi frá. Ég þekki líkama minn nokkuð vel og met það þannig að meiðslin séu lítils háttar. Ég ætla að fagna sætinu í kvöld með liðsfélögunum. Svo tekur við bara stutt frí og svo fer maður á fullt að huga að næstu verkefnum með landsliðinu og einbeitingin fer fullt á HM-undirbúninginn,“ segir Hannes Þór um framhaldið hjá sér.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Hannes fór meiddur af velli Ekki er vitað um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. 21. maí 2018 14:00 Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sjá meira
Hannes: Ég hef litlar áhyggjur af þessu Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands, segir þátttöku sína á HM ekki vera í hættu. 21. maí 2018 16:45