Gengið verður til kosninga næstkomandi laugardag og mættu oddvitar þeirra níu flokka og framboða sem bjóða fram í Kópavogi í myndver Stöðvar 2 til þess að fara yfir stefnumál flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð hafa starfað saman í meirihluta frá síðustu kosningum og samkvæmt nýjustu könnun Fréttablaðsins er líklegt að þeir geti starfað áfram saman, sé vilji til þess.
Sjá einnig:Ferðamannalandið Ísland
„Ég held að það verði að draga það fram alveg sérstaklega hvað okkur hefur tekist vel með reksturinn. Við erum að skila metafgangi í rekstrarsögu Kópavogs, 2,2 milljörðum,“ sagði Ármann Kr.
Einarsson, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Árangurinn talar sínu máli í Kópavogi í lok þessa kjörtímabils.“
Undir þetta tóku fulltrúar flestra hinna flokkanna ekki undir og voru forsvarsmenn meirihlutans helst gagnrýndir fyrir lóðaskort og húsnæðismál í Kópavogi.

Undir þessa gagnrýni tók Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins.
Sjá einnig: Hagsmunagæsla gagnvart ríkisvaldinu eitt mikilvægasta hlutverk sveitarfélaga
„Það eru engar lóðir heldur til úthlutanir í Kópavogi. Það hefði einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar að slíkt væri ekki fyrir hendi. Ekki lóð fyrir atvinnufyrirtæki eða fólk til að byggja yfir höfuðið á sér og það er eitthvað sem þarf að breyta,“ sagði Birkir Jón en benti Ármann þá á að 300 lóðum hafi verið úthlutað í Glaðheimum.
„Það eru engar lóðir til úthlutunar í dag,“ svaraði Birkir Jón.

„Það er sorglegt að það endi í þrasi á milli bæjarfulltrúa á meðan fjölskyldufólk er nánast á götunni, fjölskyldur með börn, húsnæðislaust að þvælast á milli að búa við óöryggi jafnvel í heilsuspillandi húsnæði, á meðan er verið að þrasa um hvort það er ein lóð eftir eða engin,“ sagði Margrét Júlía Rafnsdóttir, oddviti Vinstri grænna sem kallaði eftir því að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ríkinu, tækju saman höndum í þessum málaflokki.

„Ég skil ekki upp né niður í þessu þrasi. Ég segi við fólk, við skulum fá nýtt fólk inn í bæjarstjórn sem kemur með nýjar hugmyndir og finnur lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Geir.
Sjá einnig: Skortur á húsnæði áskorun á næsta kjörtímabili
„Við eigum bara að hætta þessu þrasi og taka lóðir og bærinn á að byggja sjálfur. Ef við förum með þetta í samstarf við önnur sveitarfélög þá gerum við eitthvað eftir tíu ár,“ sagði Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins. „Við eigum að hafa þetta blandað en ekki eins og þetta er í dag þar sem eintómir verktakar fá lóðir, einstaklingar eiga að fá lóðir. Það áða byggja fyrir unga fólkið. Það á að byggja fyrir efnaminni.
Upptökuna af kappræðunum má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.